Kristian gekk í raðir Ajax í janúar á þessu ári. Kom hann inn undir lok leiks er Jong Ajax, varalið Ajax, gerði 1-1 jafntefli við FC Eindhoven í kvöld. Jong Ajax er sem stendur í 11. sæti með 21 stig.
Debut for Kristian Hlynsson (@KristianNokkvi) for Jong @AFCAjax. Impressive & only 16 years old pic.twitter.com/jIQI0pvo96
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) December 7, 2020
Þá lék Elías Már allan leikinn er Excelsior tapaði gegn Volendam á heimavelli í kvöld. Gestirnir komust yfir snemma í leiknum en Luigi Bruins jafnaði metin fyrir Excelsior á 17. mínútu og þegar rúmur hálftími var liðinn kom Siebe Horemans heimamönnum yfir.
Forystan entist ekki lengi og Martijn Kaars jafnaði metin í 2-2 aðeins tveimur mínútum síðar.
Boy Deul skoraði svo sigurmark leiksins á 88. mínútu og Volendam hirti stigin þrjú. Tapið þýðir að Excelsior er í 12. sæti með 20 stig, stigi minna en Jong Ajax.