Allt að 250 þúsund Íslendingar þurfa bólusetningu Lillý Valgerður Pétursdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 7. desember 2020 19:30 Covid-sýnataka hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Heilsugæslan mun einnig halda utan um bólusetningar við veirunni þegar þar að kemur. Vísir/vilhelm Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti. Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi. Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir sér í lagi nú þegar jólahátíðin er framundan. „Ég held við séum á svolítið viðkvæmum tíma, jafnvel þó við séum komin svona vel niður þá er það bara í tiltölulega stuttan tíma, við megum ekki gleyma því. Og það þarf ekki mikið til þess að þetta rjúki upp eins og við höfum séð áður. Hafandi í huga þá reynslu þá held ég að við þurfum að fara varlega og sérstaklega þegar við erum að líta fram á aðventuna og allt sem gerist þá, og jólin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Lykilatriði er þó að fólk mæti. Sextíu til sjötíu prósent allra landsmanna þurfi að mæta í bólusetningu til að náað bæla faraldurinn niður. Íslendingar eru 364 þúsund í dag. Búið að er að ákveða að börn fjórtán ára og yngri verða ekki bólusett, nema í sérstökum tilfellum, en þau eru hátt í sjötíu þúsund eða tæp tuttugu prósent landsmanna. Flestir þeirra sem eru eldri en það þurfa því að fara í bólusetningu til að viðeigandi árangur náist en það eru 220 til 250 þúsund manns. Þórólfur hefur trú á því að Íslendingar fjölmenni í bólusetningu til að veiran hætti að stjórna lífi landsmanna. „Það hefur verið mjög góður vilji hér og almenningur, finnst mér, sér bólusetningar í réttu ljósi og ég vona að það haldi áfram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25 Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43 Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þeir voru allir í sóttkví. Núverandi sóttvarnaaðgerðir gilda til og með næsta miðvikudegi. Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir sér í lagi nú þegar jólahátíðin er framundan. „Ég held við séum á svolítið viðkvæmum tíma, jafnvel þó við séum komin svona vel niður þá er það bara í tiltölulega stuttan tíma, við megum ekki gleyma því. Og það þarf ekki mikið til þess að þetta rjúki upp eins og við höfum séð áður. Hafandi í huga þá reynslu þá held ég að við þurfum að fara varlega og sérstaklega þegar við erum að líta fram á aðventuna og allt sem gerist þá, og jólin,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Þórólfur segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Lykilatriði er þó að fólk mæti. Sextíu til sjötíu prósent allra landsmanna þurfi að mæta í bólusetningu til að náað bæla faraldurinn niður. Íslendingar eru 364 þúsund í dag. Búið að er að ákveða að börn fjórtán ára og yngri verða ekki bólusett, nema í sérstökum tilfellum, en þau eru hátt í sjötíu þúsund eða tæp tuttugu prósent landsmanna. Flestir þeirra sem eru eldri en það þurfa því að fara í bólusetningu til að viðeigandi árangur náist en það eru 220 til 250 þúsund manns. Þórólfur hefur trú á því að Íslendingar fjölmenni í bólusetningu til að veiran hætti að stjórna lífi landsmanna. „Það hefur verið mjög góður vilji hér og almenningur, finnst mér, sér bólusetningar í réttu ljósi og ég vona að það haldi áfram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Tengdar fréttir Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25 Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43 Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Bretar mæla gegn bólusetningu ef þungun er fyrirhuguð innan þriggja mánaða Engar rannsóknaniðurstöður liggja fyrir um öryggi bóluefna gegn Covid-19 hjá þunguðum konum og því hafa bresk heilbrigðisyfirvöld ákveðið að bólusetja ekki þann hóp. 7. desember 2020 13:25
Mögulegt að bólusetja tugþúsundir á dag Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að ef nægt bóluefni gegn Covid-19 verður tiltækt hér á landi væri hægt að bólusetja alla þá sem það vilja á örfáum dögum. Mögulegt sé að bólusetja tugþúsundir einstaklinga á dag. 7. desember 2020 06:43
Óvissa um ferðaþjónustuna eftir bólusetningu Hagfræðingur segir að jákvæðar fréttir af bóluefni geti haft óbein áhrif á efnahagskerfið. Óvissa sé þó um hvað gerist í ferðaþjónustunni þegar búið er að bólusetja flestar þjóðir. 6. desember 2020 12:42