Innlent

Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2020

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vika er að verða liðin af desember og styttist í áramót.
Vika er að verða liðin af desember og styttist í áramót. Vísir/Vilhelm

Lesendum Vísis og hlustendum Bylgjunnar gefst færi á að útnefna Mann ársins 2020 nú um áramótin. Opnað hefur verið fyrir tilnefningar og er öllum frjálst að senda inn.

Tekið er við tilnefningum hér á Vísi en frestur til að tilnefna rennur út mánudaginn 14. desember. Ritstjórn Vísis og Reykjavík Síðdegis fara sameiginlega yfir innsendar tilnefningar og í kjölfarið hefst atkvæðagreiðsla. Einstaklingurinn verður heiðraður í árlegum áramótaþætti Reykjavík árdegis á gamlársdag.

Í tilnefningunni þarf nafn viðkomandi að koma fram auk upplýsinga um hvers vegna viðkomandi á skilið að vera útnefndur sem Maður ársins 2020. Farið verður yfir tilnefningar með tilliti til rökstuðnings og fjölda tilnefninga sem hver og einn fær. Atkvæðagreiðsla fer svo fram á Vísi yfir jólin.

Björgunarsveitir landsins voru valdar maður ársins í fyrra. Hér má sjá þau tíu sem tilnefnd voru sem maður ársins í fyrra en þá rigndi inn tilnefningum frá lesendum.

Tilnefndu þína konu, karl eða hóp hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.