Fótbolti

Jese rekinn frá PSG

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jese í leik með PSG á leiktíðinni. Leikirnir verða ekki fleiri því það er búið að reka hann.
Jese í leik með PSG á leiktíðinni. Leikirnir verða ekki fleiri því það er búið að reka hann. Jean Catuffe/Getty Images

Vandræði Jese Rodriguez í einkalífinu hafa kostað hann plássið í leikmannahópi PSG.

Framherjinn Jese Rodriguez hefur leikið sinn síðasta leik fyrir PSG þar sem samningi hans hefur verið rift, sex mánuðum áður en hann átti að renna út.

Þessi 27 ára gamli framherji hefur verið duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir allt annað en fótbolta undanfarnar vikur og ferðaðist m.a. til Kanaríeyja í síðasta mánuði í miðjum kórónuveirufaraldri.

Nasser Al-Khelaifi, eigandi PSG, er orðinn langþreyttur á vandræðum Jese og einkalífi hans og því ákvað hann einfaldlega að reka hann.

Hann spilaði átján leiki fyrir PSG og skoraði í þeim tvö mörk. Hann vann þrjá bikara með liðinu.

Jese hefur einnig spilað m.a. með Stoke og Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×