Innlent

Vill að ríkissaksóknari bregðist við dómi MDE

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir boltann hjá íslenskum stjórnvöldum. 
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir boltann hjá íslenskum stjórnvöldum.  Vísir/Rakel Ósk

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður vill að ríkissaksóknari taki til skoðunar dóma sem komu til kasta fjögurra dómara við Landsrétt í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um að þeir hefðu verið ólöglega skipaðir. Hann gagnrýnir aðgerðarleysi stjórnvalda og þá afstöðu að niðurstaðan hafi ekki áhrif á mál sem þegar hafi fallið.

„Þessi viðbrögð fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra ganga einfaldlega ekki upp. Það liggur ljóst fyrir að boltinn er hjá íslenskum stjórnvöldum. Það liggur ljóst fyrir að boltinn er hjá íslenskum stjórnvöldum. Það er fjöldi fangelsisdóma þar sem menn hafa verið dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi en eiga eftir að afplána, og það er ljóst að það stendur uppi á íslenska ríkið á grundvelli þjóðréttarlegra skuldbindinga íslenska ríkisins að grípa til einhverra aðgerða,“ segir Vilhjálmur.

Líkt og fram hefur komið staðfesti yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu dóm þess efnis að Landsréttur hefði verið ólöglega skipaður, eftir að þáverandi dómsmálaráðherra færði fjóra dómara á lista hæfnisnefndar. Vilhjálmur fór með málið fyrir hönd skjólstæðings síns, sem hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot, fyrir MDE.

„Ég myndi telja eðlilegt að ríkissaksóknari færi yfir þessi mál. Þessi 85 sakamál sem þessir fjórir dómarar komu að áður en dómur undirdeildarinnar gekk 12. mars 2019 og legði einfaldlega mat á það og skoðaði það hvaða dómar þarna eru óafplánaðir og myndi gera kröfu um endurupptöku á þeim til hins nýja endurupptökudómstóls.“

Hann segir mál sem dómararnir fjórir hafa dæmt í öll vera í uppnámi, þó stjórnvöld séu því ósammála, enda bíði tólf sambærileg mál meðferðar hjá Mannréttindadómstólnum, náist ekki sátt um málalyktir.

„Ég tel að slíkur dómur sé ófullnustuhæfur og þess vegna sé boltinn hjá íslenska ríkinu og að það þurfi að grípa til aðgerða."


Tengdar fréttir

Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð

Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.