Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2020 19:20 Miklar deilur stóðu um skipun fyrstu fimmtán dómaranna í Landsrétt árið 2017. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir yfirgripsminkinn dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum. Þáverandi dómsmálaráðherra sé gagnrýnd fyrir að færa fjóra dómara upp í hæfnisröðinni. „Alþingi er líka gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn. Ég vil í því samhengi benda á að fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar undirdeild Mannréttindadómstólsins komst að sinni niðurstöðu á sínum tíma og axlaði þar með ábyrgð á þessu máli," segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrasegir dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum.Stöð 2/Arnar Stjórnvöld hafi hins vegar ákveðið að skjóta málinu til yfirdeildar meðal annars til að fá skorið úr um ákveðin túlkunaratriði. Þá hafi ekki verið einhugur meðal dómaranna í undirdeildinni eins og nú. „Og hann fjallar fyrst og fremst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir. Það er ekki gerðathugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti," segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ekki farið fram á það í dómi Mannréttindadómstólsins að öll mál sem dómararnir fjórir dæmdu í séu tekin upp að nýju.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir dóminn ekki kalla á nein viðbrögð og engar breytingar á Landsrétti vegna hans. Ekki sé talin þörf á endurupptöku mála og ekki dæmdar bætur í prófmálinu sem dómurinn snérist um. „Það var auðvitað einstakt tilvik að skipa þurfti fimmtán dómara á einu bretti. En það er ekki verið að agnúast neitt út í lögin sem slík," segir Áslaug Arna. En ferlið sem fór af stað? Það eru vissulega gerðar athugasemdir við það, bæði hjá ráðherranum og Alþingi. „Já það eru gerðar athugasemdir við það og það er eitthvað sem hægt er að draga lærdóm af," segir dómsmálaráðherra. Það hafi verið mikill ágreiningur um lista hæfnisnefndar á sínum tíma sem nú hafi breytt vinnubrögðum sínum. Hefur þetta neikvæð áhrif á ímynd Íslands út á við? „Þetta er auðvitað aldrei jákvætt. En það er samt alveg skýrt í þessum dómi að þetta hefur ekki áhrif á niðustöðu málanna og það er mjög mikilvægt og mun ekki hafa lengri tíma áhrif á Landsrétt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsréttarmálið Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir yfirgripsminkinn dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum. Þáverandi dómsmálaráðherra sé gagnrýnd fyrir að færa fjóra dómara upp í hæfnisröðinni. „Alþingi er líka gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn. Ég vil í því samhengi benda á að fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar undirdeild Mannréttindadómstólsins komst að sinni niðurstöðu á sínum tíma og axlaði þar með ábyrgð á þessu máli," segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrasegir dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum.Stöð 2/Arnar Stjórnvöld hafi hins vegar ákveðið að skjóta málinu til yfirdeildar meðal annars til að fá skorið úr um ákveðin túlkunaratriði. Þá hafi ekki verið einhugur meðal dómaranna í undirdeildinni eins og nú. „Og hann fjallar fyrst og fremst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir. Það er ekki gerðathugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti," segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ekki farið fram á það í dómi Mannréttindadómstólsins að öll mál sem dómararnir fjórir dæmdu í séu tekin upp að nýju.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir dóminn ekki kalla á nein viðbrögð og engar breytingar á Landsrétti vegna hans. Ekki sé talin þörf á endurupptöku mála og ekki dæmdar bætur í prófmálinu sem dómurinn snérist um. „Það var auðvitað einstakt tilvik að skipa þurfti fimmtán dómara á einu bretti. En það er ekki verið að agnúast neitt út í lögin sem slík," segir Áslaug Arna. En ferlið sem fór af stað? Það eru vissulega gerðar athugasemdir við það, bæði hjá ráðherranum og Alþingi. „Já það eru gerðar athugasemdir við það og það er eitthvað sem hægt er að draga lærdóm af," segir dómsmálaráðherra. Það hafi verið mikill ágreiningur um lista hæfnisnefndar á sínum tíma sem nú hafi breytt vinnubrögðum sínum. Hefur þetta neikvæð áhrif á ímynd Íslands út á við? „Þetta er auðvitað aldrei jákvætt. En það er samt alveg skýrt í þessum dómi að þetta hefur ekki áhrif á niðustöðu málanna og það er mjög mikilvægt og mun ekki hafa lengri tíma áhrif á Landsrétt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsréttarmálið Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira