Innlent

„Væri grátlegt að detta í fjórðu bylgju þegar bóluefni er handan við hornið“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra óttast að fólk sé farið að slaka verulega á vegna jákvæðra fregna af bóluefni.

„Við hvetjum fólk til að reyna að halda þetta út það er grátlegt að detta kannski í fjórðu bylgju þegar bóluefnið er rétt handan við hornið og við farin að sjá til þess. Að sama skapi bara fyrir fólk hérna úti. Það er sennilega fátt ömurlegra en að vera fastur í einangrun eða sóttkví yfir jólin sjálf þannig það er enn meiri ástæða til að fara varlega og reyna að keyra þetta niður,“ sagði Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.

Verður hægt að slaka á takmörkunum fyrir jólin?

„Vonandi en eins og svo oft áður þá veltur þetta á okkur í rauninni. Ef við pössum okkur extra vel og fylgjum leiðbeiningum á borð við að spritta og halda hópamyndun í lágmarki,“ sagði Rögnvaldur.

Jólahefðirnar sterkar

Hann hvetur fólk til að leita sniðugra lausna í aðventunni.

„Þetta er erfitt fyrir marga núna því aðventan er svo rosalega keyrð áfram af hefðum. Við viljum gera hluti sem við erum vön að gera og höfum gert í ár og jafnvel áratugi. Við höfum sýnt það nokkuð oft á þessu ári að fólk er mjög hugmyndaríkt og hefur fundið leiðir til að gera hlutina öðruvísi. Nú þarf að nota hugmyndaflugið og gera hlutina öðruvísi á aðventunni.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×