Fótbolti

Böðvar spilaði hálftíma í sjö marka leik

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Böðvar Böðvarsson í leik í Póllandi þar sem hann hefur leikið síðustu tvö árin eftir að hafa komið til Jagiellonia frá FH.
Böðvar Böðvarsson í leik í Póllandi þar sem hann hefur leikið síðustu tvö árin eftir að hafa komið til Jagiellonia frá FH. vísir/getty

Áhorfendur fengu allt fyrir peninginn þegar Jagiellonia Bialystok og Warta Poznan mættust í pólsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Leiknum lauk með 4-3 sigri Jagiellonia en staðan í leikhléi var 2-3 fyrir Warta Poznan eftir að heimamenn höfðu komist í 2-1. Sveiflukennt.

Hafnfirðingurinn Böðvar Böðvarsson hóf leik á varamannabekk Jagiellonia en var skipt inn á á 63.mínútu.

Þá var staðan 3-3 og tókst Böðvari að hjálpa sínu liði að innbyrða sigurinn þar sem sigurmarkið kom úr vítaspyrnu á 90.mínútu.

Jagiellonia í sjötta sæti deildarinnar en alls leika sextán lið í pólsku úrvalsdeildinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×