Sýknaður af brotum gegn dóttur fyrrverandi sambýliskonu Kjartan Kjartansson skrifar 4. desember 2020 16:46 Frá Landsrétti í Kópavogi. Vísir/Vilhlem Landsréttur staðfesti sýknu karlmanns sem var ákærður fyrir að misnota dóttur fyrrverandi sambýliskonu sinnar kynferðislega þegar hún var níu til ellefu ára gömul í dag. Maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars í fyrra. Dómurinn taldi að framburður stúlkunnar hefði ekki þá stoð í öðrum sönnunargögnum sem voru lögð fram í málinu sem nægðu til þess að sakfella manninn gegn eindreginni neitun hans. Talið var að framburður mannsins hefði verið stöðugur og að ekkert hefði komið fram sem rýrði sönnunargildi hans. Í dómi Landsréttar kom fram að við skýrslutöku í Barnahúsi hafi stúlkan þurft mikla hvatningu frá spyrli og að hún hefði oft gefið takmörkuð og stundum óljós svör. Þá hefði nokkuð borið á leiðandi spurningum um atriði sem fyrri svör hennar hefðu ekki gefið sérstakt tilefni til þess að fara út í. Framburður stúlkunnar fyrir Landsrétti var aftur á móti talinn skýr og að ekkert hefði komið fram sem rýrði sönnunargildi hans. Það breytti þó ekki niðurstöðu héraðsdóms um að sýkna skyldi manninn vegna skorts á öðrum sönnunargögnum. Staðfesti Landsréttur því sýknuna. Í ákæru hafði manninum verið gefið að sök að hafa áreitt stúlkuna kynferðislega á sameiginlegu heimili þeirra á árunum 2013 til 2015. Hann hafi meðal anars átt að hafa snert kynfæri hennar og brjóst og í eitt skipti haft við hana kynferðismök önnur en samræði með því að sleikja kynfæri hennar. Maðurinn neitaði staðfastlega sök. Stúlkan, þá tólf ára gömul, lýsti því í Barnahúsi að maðurinn hefði einhvern tímann sagt við hana að þetta væri „litla leyndarmálið“ þeirra og að hún ætti ekki að segja móður sinni eða börnum hans frá því. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira
Maðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í mars í fyrra. Dómurinn taldi að framburður stúlkunnar hefði ekki þá stoð í öðrum sönnunargögnum sem voru lögð fram í málinu sem nægðu til þess að sakfella manninn gegn eindreginni neitun hans. Talið var að framburður mannsins hefði verið stöðugur og að ekkert hefði komið fram sem rýrði sönnunargildi hans. Í dómi Landsréttar kom fram að við skýrslutöku í Barnahúsi hafi stúlkan þurft mikla hvatningu frá spyrli og að hún hefði oft gefið takmörkuð og stundum óljós svör. Þá hefði nokkuð borið á leiðandi spurningum um atriði sem fyrri svör hennar hefðu ekki gefið sérstakt tilefni til þess að fara út í. Framburður stúlkunnar fyrir Landsrétti var aftur á móti talinn skýr og að ekkert hefði komið fram sem rýrði sönnunargildi hans. Það breytti þó ekki niðurstöðu héraðsdóms um að sýkna skyldi manninn vegna skorts á öðrum sönnunargögnum. Staðfesti Landsréttur því sýknuna. Í ákæru hafði manninum verið gefið að sök að hafa áreitt stúlkuna kynferðislega á sameiginlegu heimili þeirra á árunum 2013 til 2015. Hann hafi meðal anars átt að hafa snert kynfæri hennar og brjóst og í eitt skipti haft við hana kynferðismök önnur en samræði með því að sleikja kynfæri hennar. Maðurinn neitaði staðfastlega sök. Stúlkan, þá tólf ára gömul, lýsti því í Barnahúsi að maðurinn hefði einhvern tímann sagt við hana að þetta væri „litla leyndarmálið“ þeirra og að hún ætti ekki að segja móður sinni eða börnum hans frá því.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Eldur í ökutæki í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Eldur í ökutæki í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Sjá meira