Sigurganga Börsunga stöðvuð í Cádiz

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alvaro Negredo
Alvaro Negredo vísir/Getty

Barcelona hafði unnið þrjá leiki í röð þegar liðið heimsótti Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og vonuðust Katalóníubúar eftir því að sínir menn væru að komast á beinu brautina.

Heimamenn í Cadiz tóku hins vegar frumkvæðið og komust í forystu strax á 8.mínútu. Hún hélst þeim allt þar til á 57.mínútu þegar Pedro Alcala varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Það voru hins vegar ekki Börsungar sem fundu sigurmarkið því Alvaro Negredo, fyrrum leikmaður Man City, reyndist hetja Cadiz með því að skora á 63.mínútu.

Óvæntur 2-1 sigur Cadiz staðreynd og situr Barcelona í sjöunda sæti deildarinnar með fjórtán stig eftir 10 leiki, tólf stigum minna en topplið Atletico Madrid.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira