Erlent

Sprengingin fleygði mönnum allt að 150 metra

Samúel Karl Ólason skrifar
Tankurinn var notaður til að hreinsa skólp. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað olli sprengingunni.
Tankurinn var notaður til að hreinsa skólp. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað olli sprengingunni. AP/Ben Birchall

Fjórir létu lífið þegar sprenging varð í tanki í vatnshreinsistöð í Avonmouth, nærri Bristol í Bretlandi í gær. Þrír starfsmenn stöðvarinnar og einn verktaki dóu og einn mun hafa slasast en er ekki í lífshættu.

Lögreglan hefur sagt að mennirnir hafi verið ofan á tankinum þegar sprenging varð í honum og toppur hans opnaðist. Sprengingin er sögð hafa fleygt mönnunum í allt að 150 metra frá tanknum.

Vitni sögðu í gær að viðbragðsaðilar hefðu leitað að fólki á svæðinu með þyrlu.

Málið er rannsakað sem slys, samkvæmt frétt Sky News. Ekki liggur þó fyrir hvað olli sprengingunni og er það til rannsóknar.

Samkvæmt frétt BBC var gámurinn notaður til að hreinsa skólp og er það ferli sagt geta myndað metan.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vottaði þeim sem dóu og aðstandendum þeirra samúð sína í gærkvöldi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.