Meira en helmingur Covid-sjúklinga fann fyrir truflun á bragðskyni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2020 07:44 Til þess hafa flestar rannsóknir á einkennum Covid-19 byggst á upplýsingum um einstaklinga sem hafa þurft innlögn á sjúkrahús en rannsókn Elíasar beindist að öðrum hópi; þeim sem voru skráðir hjá Covid-göngudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Niðurstöður íslenskrar rannsóknar um tíðni og þróun einkenna meðal fólks sem greindist með Covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins sýna að meira en helmingur sjúklinga fann fyrir bragðskyns- og lyktarskynstruflunum. Niðurstöðurnar sýna einnig að nærri helmingur sjúklinganna fann fyrir einkennum í meltingarfærum. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar um tíðni og þróun einkenna meðal fólks sem greindist með Covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins sýna að meira en helmingur sjúklinga fann fyrir bragðskyns- og lyktarskynstruflunum. Niðurstöðurnar sýna einnig að nærri helmingur sjúklinganna fann fyrir einkennum í meltingarfærum. Þá uppfyllti nærri fjórðungur þeirra sem greindust ekki einkennamerki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) fyrir greiningarpróf og 14% uppfylltu ekki einkennamerki Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Þessar niðurstöður þykja benda til þess að allt að 24% sjúklinga sem greindust með Covid-19 hefðu ekki greinst með sjúkdóminn eða greiningu hefði seinkað ef aðeins þeir sem uppfylltu fyrrnefnd skilmerki hefðu fengið að fara í sýnatöku. Fyrst var greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar í læknatímaritinu British Medical Journal fyrr í vikunni en fjallað er um rannsóknina á vef Landspítalans og Háskóla Íslands. Fyrsti höfundur greinarinnar er nýdoktorinn og læknirinn Elías Eyþórsson en rannsóknina vann hann undir handleiðslu Runólfs Pálssonar og Martins Inga Sigurðssonar, prófessora við læknadeild, og í samstarfi við stóran hóp vísindamanna, lækna og læknanema við Landspítala og HÍ. Til þess hafa flestar rannsóknir á einkennum Covid-19 byggst á upplýsingum um einstaklinga sem hafa þurft innlögn á sjúkrahús en rannsókn Elíasar beindist að öðrum hópi. „Rannsókn Elíasar og félaga byggði á gögnum sem var safnað á Covid-göngudeild Landspítala. Allir sem greindust með COVID-19 (jákvætt PCR-próf fyrir SARS-CoV-2) voru skráðir í símaþjónustu deildarinnar sem fól í sér tíð símtöl hjúkrunarfræðinga og lækna þar sem lagt var mat á líðan fólks og ráðgjöf veitt. Jafnframt var í hverju símtali spurt hvort einhver af 19 skilgreindum einkennum væru til staðar og mat lagt á alvarleika veikindanna. Svör við þessum spurningum voru skráð kerfisbundið á sérstakt eyðublað sem var hannað fyrir þjónustu Covid-göngudeildarinnar og var skráningin uppfærð eftir hvert símtal. Rannsóknin náði til allra 1.797 einstaklinga sem greindust með Covid-19 frá 28. febrúar til 30. apríl 2020 og var 1.564 sem greindust eftir að skráningarblaðið var tekið í notkun gefinn sérstakur gaumur,“ segir í tilkynningu á vef Landspítalans. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að algengustu einkenni Covid-19 voru slappleiki (75%), hósti (73%) og höfuðverkur (73%). Minna en helmingur (48%) fékk hita og 58% voru með bragðskynstruflun og 57% lyktarskynstruflun. „Þótt oft sé talað um Covid-19 sem öndunarfærasjúkdóm er athyglisvert að 48% höfðu einkenni frá meltingarfærum,“ segir á vef Landspítalans þar sem má lesa nánar um rannsóknina. Hér má svo nálgast greinina í British Medical Journal. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Niðurstöður íslenskrar rannsóknar um tíðni og þróun einkenna meðal fólks sem greindist með Covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins sýna að meira en helmingur sjúklinga fann fyrir bragðskyns- og lyktarskynstruflunum. Niðurstöðurnar sýna einnig að nærri helmingur sjúklinganna fann fyrir einkennum í meltingarfærum. Þá uppfyllti nærri fjórðungur þeirra sem greindust ekki einkennamerki Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) fyrir greiningarpróf og 14% uppfylltu ekki einkennamerki Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Þessar niðurstöður þykja benda til þess að allt að 24% sjúklinga sem greindust með Covid-19 hefðu ekki greinst með sjúkdóminn eða greiningu hefði seinkað ef aðeins þeir sem uppfylltu fyrrnefnd skilmerki hefðu fengið að fara í sýnatöku. Fyrst var greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar í læknatímaritinu British Medical Journal fyrr í vikunni en fjallað er um rannsóknina á vef Landspítalans og Háskóla Íslands. Fyrsti höfundur greinarinnar er nýdoktorinn og læknirinn Elías Eyþórsson en rannsóknina vann hann undir handleiðslu Runólfs Pálssonar og Martins Inga Sigurðssonar, prófessora við læknadeild, og í samstarfi við stóran hóp vísindamanna, lækna og læknanema við Landspítala og HÍ. Til þess hafa flestar rannsóknir á einkennum Covid-19 byggst á upplýsingum um einstaklinga sem hafa þurft innlögn á sjúkrahús en rannsókn Elíasar beindist að öðrum hópi. „Rannsókn Elíasar og félaga byggði á gögnum sem var safnað á Covid-göngudeild Landspítala. Allir sem greindust með COVID-19 (jákvætt PCR-próf fyrir SARS-CoV-2) voru skráðir í símaþjónustu deildarinnar sem fól í sér tíð símtöl hjúkrunarfræðinga og lækna þar sem lagt var mat á líðan fólks og ráðgjöf veitt. Jafnframt var í hverju símtali spurt hvort einhver af 19 skilgreindum einkennum væru til staðar og mat lagt á alvarleika veikindanna. Svör við þessum spurningum voru skráð kerfisbundið á sérstakt eyðublað sem var hannað fyrir þjónustu Covid-göngudeildarinnar og var skráningin uppfærð eftir hvert símtal. Rannsóknin náði til allra 1.797 einstaklinga sem greindust með Covid-19 frá 28. febrúar til 30. apríl 2020 og var 1.564 sem greindust eftir að skráningarblaðið var tekið í notkun gefinn sérstakur gaumur,“ segir í tilkynningu á vef Landspítalans. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að algengustu einkenni Covid-19 voru slappleiki (75%), hósti (73%) og höfuðverkur (73%). Minna en helmingur (48%) fékk hita og 58% voru með bragðskynstruflun og 57% lyktarskynstruflun. „Þótt oft sé talað um Covid-19 sem öndunarfærasjúkdóm er athyglisvert að 48% höfðu einkenni frá meltingarfærum,“ segir á vef Landspítalans þar sem má lesa nánar um rannsóknina. Hér má svo nálgast greinina í British Medical Journal.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira