Laus við kórónuveiruna en bragðskynið ekki enn komið til baka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2020 11:00 Anna Margrét Jónsdóttir, athafnakona, ræddi um kórónuveiruna í Bítinu í morgun en hún smitaðist af veirunni á skíðum á Ítalíu. Stöð 2 Anna Margrét Jónsdóttir, athafnakona, var ein af þeim fyrstu hér á landi sem greindust með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Henni er nú batnað en er þó enn ekki komin með bragðskyn og lyktarskyn aftur rúmum tveimur vikum eftir að hún missti það í veikindunum. Allt í allt voru þetta um þrjár vikur, frá því hún fær fyrstu einkenni veirunnar og þar til henni er batnað, og segir hún það hafa verið leiðinlegast, hversu langt tímabil þetta var. Anna Margrét kom í morgunsjónvarpið Bítið á Stöð 2 í morgun og ræddi um veiruna. Hún smitaðist á Ítalíu þar sem hún var á skíðum. Anna Margrét kom heim 1. mars og greindist með veiruna tveimur dögum seinna. Hún segir að afar vel hafi verið hugsað um sig, til að mynda hafi heilbrigðisstarfsmaður hringt í hana á hverjum degi til að athuga með líðan hennar. Þá hafi hún fengið að fara aftur í sýnatöku til að staðfesta að hún væri ekki lengur með veiruna. „En ég veit ekki hvort það er hægt fyrir alla þá sem hafa sýkst þannig að maður fái að vita að maður er ekki lengur með veiruna,“ segir Anna Margrét. Bein- og liðverkir, kvef og mikill höfuðverkur Hún kveðst eiginlega ekki hafa fengið neinn hita fyrr en á níunda degi. „Ég er ein af þessum sem bar veiruna heim frá Ítalíu, af skíðum, byrjaði að kvefast, var að hnerra og hósta eitthvað á leiðinni heim, því miður. Svo veikist ég en aldrei einhvern veginn almennilega, með svona bein- og liðverki, ekki hita, eitthvað kvef og mjög mikinn höfuðverk. Ég fékk eiginlega aldrei hita fyrr en á degi níu, níu, tíu og ellefu.“ Þá sýktist einnig maður Önnu Margrétar en hann fór til að mynda mjög létt í gegnum þetta að hennar sögn. Sonur þeirra sýktist svo af þeim foreldrunum. „Það erfiðasta sem okkur fannst við þetta er að hann getur ekki verið í einangrun frá okkur á heimilinu. Við erum með eitt eldhús en við erum sem betur með tvö baðherbergi og við höfum verið að reyna að nota sitthvort baðherbergið. En það er pínu óraunhæft og líka fyrir þá sem búa minna að geta einangrað sig frá þeim sem eru á heimilinu. Annars er þetta bara búið að vera ekkert skemmtilegt.“ Kláfurinn algjörar kjöraðstæður til að smitast Aðspurð segist hún ekki vita nákvæmlega hvar á Ítalíu hún sýktist en henni þykir líklegast að það hafi verið í kláf á skíðasvæðinu. Þá veit hún ekki nákvæmlega hvenær hún smitaðist en henni fór að gruna að hún gæti verið með veiruna um kvöldið sama dag oghún kom heim af skíðum. „Við fórum þarna í kláf sem örugglega 50 manns er troðið í. Hugsið ykkur, þú ert í kláf og einn vír sem hélt þessu, hrikalegt. Einhver er með þetta þar, hóstar og hnerrar, þetta eru alveg kjöraðstæður auðvitað. En þú getur ekki rakið þetta alla leið enda geturðu verið með þetta í hálfan mánuð án þess að sýna einhver einkenni,“ segir Anna Margrét. Hún er ekki lengur með veiruna en finnur þó enn pínu til í hálsinum. Frá því hún byrjaði að fá fyrstu einkennin og þar til hún fékk staðfest að henni væri batnað liðu nítján til tuttugu dagar. Nú sé henni sagt að hún sé búin að fá veiruna og eigi þá ekki að geta smitast aftur. Hún geti því farið að taka þátt í samfélaginu á ný og það auðvitað allt innan þeirra marka sem samkomubannið setur landsmönnum öllum. Var ekki áhyggjufull Anna Margrét segist ekki hafa verið áhyggjufull á meðan hún var veik. Hún hafi til dæmis ekki fengið mikil þyngsli fyrir brjóstið. Hún segir áhyggjurnar beinast meira að þeim sem séu einir og veikist. Hún hafi haft manninn sinn og son sinn heima. Varðandi skilaboð til þeirra sem smitast minnir hún á að einkennin geti verið mismunandi hjá fólki; hún hafi misst bragðskynið en ekki maðurinn hennar. Hún minnir einnig á að þetta líði hjá og á meðan sé gott að vera með góða hljóðbók í eyranu og horfa á sjónvarpsseríur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Heilbrigðismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Anna Margrét Jónsdóttir, athafnakona, var ein af þeim fyrstu hér á landi sem greindust með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Henni er nú batnað en er þó enn ekki komin með bragðskyn og lyktarskyn aftur rúmum tveimur vikum eftir að hún missti það í veikindunum. Allt í allt voru þetta um þrjár vikur, frá því hún fær fyrstu einkenni veirunnar og þar til henni er batnað, og segir hún það hafa verið leiðinlegast, hversu langt tímabil þetta var. Anna Margrét kom í morgunsjónvarpið Bítið á Stöð 2 í morgun og ræddi um veiruna. Hún smitaðist á Ítalíu þar sem hún var á skíðum. Anna Margrét kom heim 1. mars og greindist með veiruna tveimur dögum seinna. Hún segir að afar vel hafi verið hugsað um sig, til að mynda hafi heilbrigðisstarfsmaður hringt í hana á hverjum degi til að athuga með líðan hennar. Þá hafi hún fengið að fara aftur í sýnatöku til að staðfesta að hún væri ekki lengur með veiruna. „En ég veit ekki hvort það er hægt fyrir alla þá sem hafa sýkst þannig að maður fái að vita að maður er ekki lengur með veiruna,“ segir Anna Margrét. Bein- og liðverkir, kvef og mikill höfuðverkur Hún kveðst eiginlega ekki hafa fengið neinn hita fyrr en á níunda degi. „Ég er ein af þessum sem bar veiruna heim frá Ítalíu, af skíðum, byrjaði að kvefast, var að hnerra og hósta eitthvað á leiðinni heim, því miður. Svo veikist ég en aldrei einhvern veginn almennilega, með svona bein- og liðverki, ekki hita, eitthvað kvef og mjög mikinn höfuðverk. Ég fékk eiginlega aldrei hita fyrr en á degi níu, níu, tíu og ellefu.“ Þá sýktist einnig maður Önnu Margrétar en hann fór til að mynda mjög létt í gegnum þetta að hennar sögn. Sonur þeirra sýktist svo af þeim foreldrunum. „Það erfiðasta sem okkur fannst við þetta er að hann getur ekki verið í einangrun frá okkur á heimilinu. Við erum með eitt eldhús en við erum sem betur með tvö baðherbergi og við höfum verið að reyna að nota sitthvort baðherbergið. En það er pínu óraunhæft og líka fyrir þá sem búa minna að geta einangrað sig frá þeim sem eru á heimilinu. Annars er þetta bara búið að vera ekkert skemmtilegt.“ Kláfurinn algjörar kjöraðstæður til að smitast Aðspurð segist hún ekki vita nákvæmlega hvar á Ítalíu hún sýktist en henni þykir líklegast að það hafi verið í kláf á skíðasvæðinu. Þá veit hún ekki nákvæmlega hvenær hún smitaðist en henni fór að gruna að hún gæti verið með veiruna um kvöldið sama dag oghún kom heim af skíðum. „Við fórum þarna í kláf sem örugglega 50 manns er troðið í. Hugsið ykkur, þú ert í kláf og einn vír sem hélt þessu, hrikalegt. Einhver er með þetta þar, hóstar og hnerrar, þetta eru alveg kjöraðstæður auðvitað. En þú getur ekki rakið þetta alla leið enda geturðu verið með þetta í hálfan mánuð án þess að sýna einhver einkenni,“ segir Anna Margrét. Hún er ekki lengur með veiruna en finnur þó enn pínu til í hálsinum. Frá því hún byrjaði að fá fyrstu einkennin og þar til hún fékk staðfest að henni væri batnað liðu nítján til tuttugu dagar. Nú sé henni sagt að hún sé búin að fá veiruna og eigi þá ekki að geta smitast aftur. Hún geti því farið að taka þátt í samfélaginu á ný og það auðvitað allt innan þeirra marka sem samkomubannið setur landsmönnum öllum. Var ekki áhyggjufull Anna Margrét segist ekki hafa verið áhyggjufull á meðan hún var veik. Hún hafi til dæmis ekki fengið mikil þyngsli fyrir brjóstið. Hún segir áhyggjurnar beinast meira að þeim sem séu einir og veikist. Hún hafi haft manninn sinn og son sinn heima. Varðandi skilaboð til þeirra sem smitast minnir hún á að einkennin geti verið mismunandi hjá fólki; hún hafi misst bragðskynið en ekki maðurinn hennar. Hún minnir einnig á að þetta líði hjá og á meðan sé gott að vera með góða hljóðbók í eyranu og horfa á sjónvarpsseríur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Heilbrigðismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent