Rjúpnaveiði lítil í vetur: Formaður Skotvís telur líklegt að fálkadauða megi rekja til rjúpnaleysis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 17:49 Rjúpnaveiði hefur verið lítil í vetur. Vísir/Vilhelm Rjúpnaveiði hefur verið fremur lítil í vetur og segir formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvís, að það sem bjargi jólamatnum á mörgum heimilum séu rjúpur í frystinum frá síðasta vetri. Veiðin rétt dugi fyrir jólamatnum. „Tilfinningin er sú að þetta sé svipað og var 2011, þá voru þetta um 30 þúsund rjúpur. Það er alveg nóg í jólamatinn en ekki mikið meira,“ sagði Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, en hann ræddi rjúpnaveiðina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni seinni partinn í dag. Veiðin hafi verið mjög misjöfn á milli landshluta, og jafnvel innan þeirra líka. „Sumir voru bara með nokkra kílómetra milli hvors annars, annar fékk slatta en hinn ekki neitt,“ segir Áki. Vandamálið megi rekja til þess að rjúpnaungum fari fækkandi á hverja hænu. Áður fyrr hafi um 8,6 rjúpnaungar fylgt hverri hænu í upphafi skotveiðitímabilsins en nú séu þeir um 6,5. Vandamálið hefur þó ekki aðeins áhrif á jólamat landsmanna, heldur á fálka, en þeirra helsta fæða eru rjúpur. Sex dauðir eða deyjandi fálkar fundust hér á landi í nóvember og telur fuglafræðingur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. Þrír fálkanna voru fullorðnir en óvenjulegt er að stálpaðir fálkar finnist dauðir. Áki segir mjög líklegt að rekja megi dauða fálkanna til rjúpnaleysis. „Mjög líklega, það er bara gangur náttúrunnar að þegar rjúpnastofninn fer niður þá fækkar í fálkastofninum. Hjá fálkunum nær það lágmarki svona tveimur árum eftir lágmarki hjá rjúpunni,“ segir Áki. Hægt er að hlusta á viðtalið við Áka í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Skotveiði Dýr Reykjavík síðdegis Rjúpa Fuglar Tengdar fréttir Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. 30. nóvember 2020 08:26 Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Næsta helgi er síðasta helgin þar sem heimilt er að veiða rjúpur en tímabilið hefur verið æði misjafnt hjá mönnum. 26. nóvember 2020 10:40 Gæslan kölluð út vegna rjúpnaskyttu sem veiktist utan alfaraleiðar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tvö í dag til að sækja rjúpnaskyttu sem hafði veikst utan alfaraleiðar vestur af Kirkjubæjarklaustri. 21. nóvember 2020 17:10 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
„Tilfinningin er sú að þetta sé svipað og var 2011, þá voru þetta um 30 þúsund rjúpur. Það er alveg nóg í jólamatinn en ekki mikið meira,“ sagði Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, en hann ræddi rjúpnaveiðina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni seinni partinn í dag. Veiðin hafi verið mjög misjöfn á milli landshluta, og jafnvel innan þeirra líka. „Sumir voru bara með nokkra kílómetra milli hvors annars, annar fékk slatta en hinn ekki neitt,“ segir Áki. Vandamálið megi rekja til þess að rjúpnaungum fari fækkandi á hverja hænu. Áður fyrr hafi um 8,6 rjúpnaungar fylgt hverri hænu í upphafi skotveiðitímabilsins en nú séu þeir um 6,5. Vandamálið hefur þó ekki aðeins áhrif á jólamat landsmanna, heldur á fálka, en þeirra helsta fæða eru rjúpur. Sex dauðir eða deyjandi fálkar fundust hér á landi í nóvember og telur fuglafræðingur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. Þrír fálkanna voru fullorðnir en óvenjulegt er að stálpaðir fálkar finnist dauðir. Áki segir mjög líklegt að rekja megi dauða fálkanna til rjúpnaleysis. „Mjög líklega, það er bara gangur náttúrunnar að þegar rjúpnastofninn fer niður þá fækkar í fálkastofninum. Hjá fálkunum nær það lágmarki svona tveimur árum eftir lágmarki hjá rjúpunni,“ segir Áki. Hægt er að hlusta á viðtalið við Áka í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Skotveiði Dýr Reykjavík síðdegis Rjúpa Fuglar Tengdar fréttir Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. 30. nóvember 2020 08:26 Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Næsta helgi er síðasta helgin þar sem heimilt er að veiða rjúpur en tímabilið hefur verið æði misjafnt hjá mönnum. 26. nóvember 2020 10:40 Gæslan kölluð út vegna rjúpnaskyttu sem veiktist utan alfaraleiðar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tvö í dag til að sækja rjúpnaskyttu sem hafði veikst utan alfaraleiðar vestur af Kirkjubæjarklaustri. 21. nóvember 2020 17:10 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. 30. nóvember 2020 08:26
Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Næsta helgi er síðasta helgin þar sem heimilt er að veiða rjúpur en tímabilið hefur verið æði misjafnt hjá mönnum. 26. nóvember 2020 10:40
Gæslan kölluð út vegna rjúpnaskyttu sem veiktist utan alfaraleiðar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tvö í dag til að sækja rjúpnaskyttu sem hafði veikst utan alfaraleiðar vestur af Kirkjubæjarklaustri. 21. nóvember 2020 17:10