Erlent

Mikil sprenging nærri Bristol sögð mannskæð

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikill viðbúnaður er við vöruskemmuna.
Mikill viðbúnaður er við vöruskemmuna. AP/Ben Birchall

Slökkvilið, lögregla og aðrir eru með mikinn viðbúnað eftir stóra sprengingu í bænum Avonmouth, nærri Bristol í Bretlandi. Sprengingin varð í efnatanki við vatnshreinsistöð. 

Viðbragðsaðilar hafa sagt sprenginuna mannskæða og ástandið alvarlegt. Ekki liggur þó fyrir hve margir eru látnir og hve margir slasaðir.

Vitni sagði BBC að hann hefði heyrt háværa sprengingu sem hafi skekið nærliggjandi byggingar. Þá sýna myndir að tankur virðist hafa sprungið.

Í frétt Sky News er haft eftir lögreglu að starfsmenn vatnshreinsistöðvarinnar hafi verið ofan á tankinum þegar sprenging varð í honum.

Lögreglan sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að líklegast tæki langan tíma að vinna úr ástandinu. Að öðru leyti eru takmarkaðar upplýsingar um atvikið í yfirlýsingunni.

Svo virðist sem að tankur hafi sprungið.AP/Ben Birchall

Vitni sagði að Sky að hann hefði séð þyrlu flogið um svæðið og virtist honum að verið væri að leita að fólki nærri stöðinni.

Lögreglan segir starfsmenn hafa verið ofan á tanknum þegar hann sprakk.AP/Ben Birchall


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×