Enn vinnur Arsenal með Rúnar í markinu en jafnt hjá Alberti | Öll úr­slit kvöldsins

Rúnar Alex í leiknum í kvöld en í kvöld vann hann sinn þriðja sigur sem leikmaður Arsenal í jafn mörgum leikjum.
Rúnar Alex í leiknum í kvöld en í kvöld vann hann sinn þriðja sigur sem leikmaður Arsenal í jafn mörgum leikjum. Marc Atkins/Getty

Rúnar Alex Rúnarsson var í marki Arsenal sem vann 4-1 sigur á Rapíd Vín í B-riðli Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

Leikurinn var í raun leikur kattarins að músinni í fyrri hálfleik. Alexandre Lacazette kom Arsenal yfir með bylmingsskoti á 10. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Pablo Mari forystuna.

Eddie Nketiah kom Arsenal í 3-0 á 44. mínútu en Koya Kitagawa minnkaði muninn fyrir Rapid á 48. mínútu. Rúnar Alex varði þá skot og eftir darraðadans náði Koya að koma boltanum framhjá KR-ingnum.

Fjórða og síðasta mark Arsenal skoraði Emile Smith-Rowe, einungis þremur mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Arsenal hefur unnið alla fimm leiki sína í riðlinum en Rapid Vín er í 3. sætinu með sex stig.

Sverrir Ingi Ingason var ónotaður varamaður hjá PAOK sem tapaði 2-1 fyrir Omonia Nicosia í E-riðlinum. PAOK er með fimm stig, PSV níu og Granada tíu. Omonia er með fjögur stig.

Albert Guðmundsson spilaði í 70 mínútur er AZ Alkmaar gerði 1-1 jafntefli við Napoli. Dries Mertens kom Napoli yfir á 6. mínútu en Bruno Martins Indi jafnaði á 54. mínútu. AZ fékk vítaspyrnu á 60. mínútu en Teun Koopmeiners brást bogalistin.

Napoli er með tíu stig á toppi riðilsins, Real Sociedad og AZ Alkmaar eru með átta en Rijeka er á botninum með eitt stig. Alkmaar mætir Rijeka á útivelli í síðustu umferðinni.

Öll úrslit kvöldsins:

A-riðill:

CFR Cluj - CSKA Sofia 0-0

Roma - Young Boys 3-1

B-riðill:

Arsenal - Rapid Vín 4-1

Molde - Dundalk 3-0

C-riðill:

Nice - Bayer Leverkusen 2-3

Slavia Prague - Hapoel Beer Sheva 3-0

D-riðill:

Benfica - Lech Poznan 4-0

Rangers - Standard Liege 3-2

E-riðill:

Granada - PSV 0-1

Omonia - PAOK 2-1

F-riðill:

AZ Alkmaar - Napoli 1-1

Sociedad - Rijeka 2-2

G-riðill:

AEK - Braga 2-4

Zorya - Leicester 1-0

H-riðill:

AC Milan - Celtic 4-2

Lille - Sparta Prague 2-1

I-riðill:

Qarabag - Maccabi Tel Aviv 1-1

Sivasspor - Villareal 0-1

J-riðill:

LASK - Tottenham 3-3

Antwerp - Ludogorets 3-1

K-riðill:

CSKA - Wolfsberger 0-1

Feyenoord - Dinamo Zagreb 0-2

L-riðill:

Crvena Zvezda - Hoffenheim 0-0

Gent - Slovan Liberec 1-2

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.