Innlent

Borgarstjóri táraðist yfir uppkomnum smáhýsum, ekki gámahúsnæði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Verkefnið Húsnæði fyrst felur í sér að gera ekki stranga kröfu um edrúmennsku eða bata heldur tryggja húsnæði og aðstæður sem gera fólki í erfiðri stöðu kleift að ná bata. Borgarstjóri segir stefnuna byggja á virðingu og trú á fólki og hafi reynst vel.
Verkefnið Húsnæði fyrst felur í sér að gera ekki stranga kröfu um edrúmennsku eða bata heldur tryggja húsnæði og aðstæður sem gera fólki í erfiðri stöðu kleift að ná bata. Borgarstjóri segir stefnuna byggja á virðingu og trú á fólki og hafi reynst vel. Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist ekki tárast oft í vinnunni. Hann hafi þó komist við þegar framkvæmdadeild Reykjavíkurborgar sendi honum mynd í morgun af uppkomnum smáhýsum fyrir heimilislaust fólk í Gufunesi.

„Þetta gerir mig sannarlega stoltan. Búið er að koma smáhýsum - sem ætluð eru heimilislausu fólki - fyrir í Gufunesi,“ segir Dagur í færslu á Facebook.

„Þetta húsnæði hefur verið uppnefnt „gámahúsnæði“ sem er rangnefni og hluti af neikvæðri umræðu sem oft kemur upp þegar verið er að auka og þétta þjónustu við einstaklinga sem teljast á jaðri samfélagsins.“

Þetta gerir mig sannarlega stoltan. Búið er að koma smáhýsum - sem ætluð eru heimilislausu fólki - fyrir í Gufunesi....

Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, December 3, 2020

Dagur segir að uppsetning smáhýsanna, sem komið hefur verið upp víðar í borginni, hafi í sumum tilvikum tafist, m.a. vegna andmæla úr viðkomandi nágrenni.

„En Reykjavíkurborg hefur lagt metnað í að þjónusta alla hópa samfélagsins og grettistaki hefur verið lyft í málefnum heimilslausra á undanförnum árum,“ bætir borgarstjóri við.

„Smáhýsin eru hluti af nýrri nálgun sem við köllum Húsnæði fyrst og felur í sér að gera ekki stranga kröfu um edrúmennsku eða bata heldur tryggja húsnæði og aðstæður sem gera fólki í erfiðri stöðu kleift að ná bata. Stefnan byggir á virðingu og trú á fólki og hefur reynst vel.“


Tengdar fréttir

Um­ræða um smá­hýsi lituð af miklu skilnings­leysi

Áætlað er að um 350 einstaklingar sem búsettir eru í Reykjavík séu heimilislausir. Verkefnisstýra Frú Ragnheiðar segir gríðarlega mikilvægt að koma til móts við þá einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og koma fólki í húsnæði en margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í hópi heimilislausra.

Segir staðsetningu smáhýsa í Hlíðum heppilega

Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir staðsetningu smáhýsa sem reisa á í Hlíðahverfi heppilega. Hlustað hafi verið á athugasemdir íbúa og biður hann fólk um að líta í eigin barm þar sem heimilislaust fólk muni búa í öllum hverfum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.