Umræða um smáhýsi lituð af miklu skilningsleysi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 18:20 Svala Jóhannsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar í Víglínunni í dag. Vísir/Einar Áætlað er að um 350 einstaklingar sem búsettir eru í Reykjavík séu heimilislausir. Verkefnisstýra Frú Ragnheiðar segir gríðarlega mikilvægt að koma til móts við þá einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og koma fólki í húsnæði en margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í hópi heimilislausra. „65% af því fólki sem leitar til Frú Ragnheiðar glímir við heimilisleysi og þegar kemur að þessu ákveðna búsetuúrræði þá hefur reynst mjög erfitt að koma þeim upp víðs vegar í borginni og að ég best veit eru tuttugu smáhýsi sem bíða uppsetningar og eru búin að bíða í tvö til þrjú ár,“ segir Svala Jóhannsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar í Víglínunni í dag. Mikil umræða hefur verið síðustu daga um smáhýsi sem reisa á í Hlíðunum. Margir íbúar hverfisins hafa gagnrýnt ákvörðun borgarinnar um staðsetningu smáhýsanna en fyrir framan svæðið sem þau eiga að rísa á er göngu- og hjólastígur sem börn og ungmenni fara reglulega um til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Þá er Konukot einnig í næsta nágrenni og búsetukjarni. „Ég skil þessa umræðu upp að ákveðnu marki,“ segir Svala. „En hún er samt lituð af mjög miklu skilningsleysi af því að það að setja nýtt híbýli sem félagslegt úrræði inn í ákveðin hverfi mun ekki auka vandann. Það mun fyrst og fremst draga úr þeim vanda sem hverfið er að upplifa og koma til móts við þarfir og líkamlega heilsu heimilislausra.“ Hún segir að það sem fólk þurfi fyrst og fremst að gera sér grein fyrir sé að það að setja nýtt húsnæði eða búsetuúrræði inn í hverfi muni ekki auka vandann heldur fyrst og fremst draga úr vandanum sem er til staðar. „Þeir einstaklingar sem munu búa í þessum smáhýsum eða í annars konar úrræðum sem eru sett upp í hverfunum eru oft einstaklingar sem eru nú þegar að lifa sínu lífi í hverfinu.“ „Þannig að það mun draga úr öllum samfélagslegum vandamálum að koma fólki inn í húsnæði. Svo eru það bara grundvallarmannréttindi hvers manns að eiga heimili og geta átt sinn stað, upplifað sig örugga og látið sér líða vel,“ segir Svala. „Ef við sem samfélag viljum hafa þau gildi þá verðum við að geta skoðað og komið til móts við fjölbreyttar þarfir hvers og eins.“ Víglínan Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Samgönguáætlun og smáhýsi fyrir heimilislausa til umræðu í Víglínunni Í Víglínuna koma Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Sigurður Ingi ræðir samgönguáætlun sem er til umræðu á Alþingi núna og Svala ræðir meðal annars staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa í Reykjavík. 21. júní 2020 17:00 Séra Friðrik snýr sér við í gröf sinni Valsmenn hnakkrífast um fyrirhugaða smáhýsabyggð í Hlíðahverfi. 19. júní 2020 12:07 Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. 18. júní 2020 18:38 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Áætlað er að um 350 einstaklingar sem búsettir eru í Reykjavík séu heimilislausir. Verkefnisstýra Frú Ragnheiðar segir gríðarlega mikilvægt að koma til móts við þá einstaklinga sem glíma við heimilisleysi og koma fólki í húsnæði en margir skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eru í hópi heimilislausra. „65% af því fólki sem leitar til Frú Ragnheiðar glímir við heimilisleysi og þegar kemur að þessu ákveðna búsetuúrræði þá hefur reynst mjög erfitt að koma þeim upp víðs vegar í borginni og að ég best veit eru tuttugu smáhýsi sem bíða uppsetningar og eru búin að bíða í tvö til þrjú ár,“ segir Svala Jóhannsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar í Víglínunni í dag. Mikil umræða hefur verið síðustu daga um smáhýsi sem reisa á í Hlíðunum. Margir íbúar hverfisins hafa gagnrýnt ákvörðun borgarinnar um staðsetningu smáhýsanna en fyrir framan svæðið sem þau eiga að rísa á er göngu- og hjólastígur sem börn og ungmenni fara reglulega um til að komast leiða sinna á íþróttaæfingar. Þá er Konukot einnig í næsta nágrenni og búsetukjarni. „Ég skil þessa umræðu upp að ákveðnu marki,“ segir Svala. „En hún er samt lituð af mjög miklu skilningsleysi af því að það að setja nýtt híbýli sem félagslegt úrræði inn í ákveðin hverfi mun ekki auka vandann. Það mun fyrst og fremst draga úr þeim vanda sem hverfið er að upplifa og koma til móts við þarfir og líkamlega heilsu heimilislausra.“ Hún segir að það sem fólk þurfi fyrst og fremst að gera sér grein fyrir sé að það að setja nýtt húsnæði eða búsetuúrræði inn í hverfi muni ekki auka vandann heldur fyrst og fremst draga úr vandanum sem er til staðar. „Þeir einstaklingar sem munu búa í þessum smáhýsum eða í annars konar úrræðum sem eru sett upp í hverfunum eru oft einstaklingar sem eru nú þegar að lifa sínu lífi í hverfinu.“ „Þannig að það mun draga úr öllum samfélagslegum vandamálum að koma fólki inn í húsnæði. Svo eru það bara grundvallarmannréttindi hvers manns að eiga heimili og geta átt sinn stað, upplifað sig örugga og látið sér líða vel,“ segir Svala. „Ef við sem samfélag viljum hafa þau gildi þá verðum við að geta skoðað og komið til móts við fjölbreyttar þarfir hvers og eins.“
Víglínan Reykjavík Félagsmál Tengdar fréttir Samgönguáætlun og smáhýsi fyrir heimilislausa til umræðu í Víglínunni Í Víglínuna koma Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Sigurður Ingi ræðir samgönguáætlun sem er til umræðu á Alþingi núna og Svala ræðir meðal annars staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa í Reykjavík. 21. júní 2020 17:00 Séra Friðrik snýr sér við í gröf sinni Valsmenn hnakkrífast um fyrirhugaða smáhýsabyggð í Hlíðahverfi. 19. júní 2020 12:07 Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. 18. júní 2020 18:38 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Sjá meira
Samgönguáætlun og smáhýsi fyrir heimilislausa til umræðu í Víglínunni Í Víglínuna koma Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Svala Jóhannsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Sigurður Ingi ræðir samgönguáætlun sem er til umræðu á Alþingi núna og Svala ræðir meðal annars staðsetningu smáhýsa fyrir heimilislausa í Reykjavík. 21. júní 2020 17:00
Séra Friðrik snýr sér við í gröf sinni Valsmenn hnakkrífast um fyrirhugaða smáhýsabyggð í Hlíðahverfi. 19. júní 2020 12:07
Fannst látinn þar sem reisa á smáhýsi í Hlíðahverfi Íbúar hafa þungar áhyggjur af uppbyggingu smáhýsa í Hlíðahverfi. Í grenndinni eru nú þegar tvö félagsleg úrræði og eru foreldrar uggandi yfir lélegri umhirðu, en dæmi eru um að börn finni notaðar sprautunálar á víðavangi. 18. júní 2020 18:38