Ingibjörg tilnefnd sem leikmaður ársins í Noregi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 11:31 Ingibjörg hefur verið frábær á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Annika Byrde/NTB scanpix Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður íslenska landsliðsins og Vålerenga, hefur verið tilnefnd sem leikmaður ársins í Noregi. Hin 23 ára gamla Ingibjörg hefur komið eins og stormsveipur inn í norska boltann en hún samdi við Vålerenga fyrir yfirstandandi tímabil. Hún hefur átt frábært tímabil með liðinu sem trónir á toppi deildarinnar þegar lokaumferð deildarinnar er eftir. Vålerenga mætir Arna-Bjørnar í lokaleik norsku úrvalsdeildarinnar og sigur þar tryggir liðinu norska meistaratitilinn nema Rosenborg vinni stórisgur á Klepp en bæði lið eru með 35 stig eftir 17 leiki. Vålerenga er með fjögur mörk á Rosenborg þegar kemur að markatölu og því ætti sigur einfaldlega að duga liðinu til sigurs í deildinni. Fjögurra manan dómnefnd hefur nú tilnefnt þrjá bestu leikmenn deildarinnar. Ásamt Ingibjörgu eru þær Julie Blakstad og Cesilie Andreassen frá Rosenborg tilnefndar. „Vålerenga er að eiga sitt besta tímabil frá upphafi og hefur varnarleikur liðsins verið þeirra helsti styrkur. Liðið hefur fengið á sig fæst mörk í Toppserien [norsku úrvalsdeilinni] og er það Íslendingurinn sem stýrir varnarleiknum eins og herforingi. Hún er augljós kostur í byrjunarlið Jack Majgaard Jensen, þjálfara liðsins, og er nánast ómögulegt að komast fram hjá henni. Þá hefur hún þess að auki skorað sex mörk fyrir félagið,“ segir í umsögn Ingibjargar. Dattera til Sigurd er nominert som årets spiller!https://t.co/9J7BvX2LJb— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 3, 2020 Vålerenga hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í leikjunum 17 til þessa. Á Ingibjörg stóran þátt í því. Ingibjörg skorar reglulega og þá oftast mikilvæg mörk. Þar á meðal sigurmark í uppbótartíma gegn Røa, mark sem gæti reynst gulls ígildi þegar stigin verða talin að móti loknu. Einnig skoraði Ingibjörg í 2-1 sigri á Avaldsnes fyrr á þessari leiktíð. Gæti það farið svo að Ingibjörg verði tvöfaldur meistari á sínu fyrsta ári í Noregi en ásamt því að vera einum leik frá norska meistaratitlinum þá er félagið einnig aðeins einum leik frá sigri í bikarkeppninni. Þar bíður Lillestrøm en úrslitaleikurinn fer fram 13. desember. Það verður nóg að gera hjá Ingibjörgu og stöllum hennar í næstu viku en liðið mætir einnig Bröndby frá Danmörku í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fara þeir leikir fram 10. og 16. desember. Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Hin 23 ára gamla Ingibjörg hefur komið eins og stormsveipur inn í norska boltann en hún samdi við Vålerenga fyrir yfirstandandi tímabil. Hún hefur átt frábært tímabil með liðinu sem trónir á toppi deildarinnar þegar lokaumferð deildarinnar er eftir. Vålerenga mætir Arna-Bjørnar í lokaleik norsku úrvalsdeildarinnar og sigur þar tryggir liðinu norska meistaratitilinn nema Rosenborg vinni stórisgur á Klepp en bæði lið eru með 35 stig eftir 17 leiki. Vålerenga er með fjögur mörk á Rosenborg þegar kemur að markatölu og því ætti sigur einfaldlega að duga liðinu til sigurs í deildinni. Fjögurra manan dómnefnd hefur nú tilnefnt þrjá bestu leikmenn deildarinnar. Ásamt Ingibjörgu eru þær Julie Blakstad og Cesilie Andreassen frá Rosenborg tilnefndar. „Vålerenga er að eiga sitt besta tímabil frá upphafi og hefur varnarleikur liðsins verið þeirra helsti styrkur. Liðið hefur fengið á sig fæst mörk í Toppserien [norsku úrvalsdeilinni] og er það Íslendingurinn sem stýrir varnarleiknum eins og herforingi. Hún er augljós kostur í byrjunarlið Jack Majgaard Jensen, þjálfara liðsins, og er nánast ómögulegt að komast fram hjá henni. Þá hefur hún þess að auki skorað sex mörk fyrir félagið,“ segir í umsögn Ingibjargar. Dattera til Sigurd er nominert som årets spiller!https://t.co/9J7BvX2LJb— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 3, 2020 Vålerenga hefur aðeins fengið á sig 14 mörk í leikjunum 17 til þessa. Á Ingibjörg stóran þátt í því. Ingibjörg skorar reglulega og þá oftast mikilvæg mörk. Þar á meðal sigurmark í uppbótartíma gegn Røa, mark sem gæti reynst gulls ígildi þegar stigin verða talin að móti loknu. Einnig skoraði Ingibjörg í 2-1 sigri á Avaldsnes fyrr á þessari leiktíð. Gæti það farið svo að Ingibjörg verði tvöfaldur meistari á sínu fyrsta ári í Noregi en ásamt því að vera einum leik frá norska meistaratitlinum þá er félagið einnig aðeins einum leik frá sigri í bikarkeppninni. Þar bíður Lillestrøm en úrslitaleikurinn fer fram 13. desember. Það verður nóg að gera hjá Ingibjörgu og stöllum hennar í næstu viku en liðið mætir einnig Bröndby frá Danmörku í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fara þeir leikir fram 10. og 16. desember.
Fótbolti Norski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann