Neymar: Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 10:01 Lionel Messi og Neyma voru frábærir saman hjá Barcelona liðinu. Getty/Elsa Neymar sýndi snilli sína á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi en eftir leikinn vildi hann tala um góðan vin sinn í Barcelona liðinu. Brasilíumaðurinn Neymar afgreiddi Manchester United með tveimur mörkum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eftir leik fór hann að tala um Lionel Messi. Brasilíumaðurinn Neymar og Argentínumaðurinn Lionel Messi áttu góðan tíma saman hjá Barcelona en Neymar ákvað síðan að stökkva á peninga í París. Hlutirnir hafa ekki gengið alveg nógu vel síðan hjá Paris Saint Germain og fyrir vikið hefur Neymar verið að reyna finna leiðir til að komast aftur til Barcelona eða betur sagt aftur til Lionel Messi. Neymar expresses his desire to play with Messi again pic.twitter.com/7gPich5u7T— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Í sumar gæti komið upp ný staða þegar Messi rennur út á samningi hjá Barcelona og það gefur félögum eins og Paris Saint Germain tækifæri til að bjóða honum gull og græna skóga. Það myndi líka gleðja Neymar mikið. „Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi og fá tækifæri til að njóta þess að vera aftur með honum inn á vellinum,“ sagði Neymar eftir 3-1 sigur Barcelona á Manchester United í gær. „Hann má spila mína stöðu því ég myndi alveg sætta mig við það. Ég vil bara spila með honum á næsta tímabili því við verðum að gera það þá,“ sagði Neymar. Það er ekkert skrýtið að Neymar setji pressu á næsta tímabil því Messi er náttúrulega ekkert að verða yngri. Neymar to ESPN: What I want most is to play with Lionel Messi again. For sure we have to play together next year! . #ucl pic.twitter.com/bmqficIYHw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 2, 2020 Þessi orð Neymar munu líka ýta undir sögusagnirnar um að Messi sé að koma til Parísar. Messi vildi yfirgefa Barcelona eftir 8-2 tap á móti Bayern München í Meistaradeildinni í haust og þá leit út um tíma að hann væri að fara til Manchester City. Barcelona náði að loka það og freistar þess örugglega að halda sínum besta leikmanni í sögunni. Áhugi Manchester City virðist líka hafa minnka ef marka má fréttir í erlendum miðlum. Messi mun ekki ræða nýjan samning við Barcelona fyrr en eftir að nýr forseti er kosinn 24. janúar. Á þeim tíma er Messi líka kominn með leyfi til að ræða við önnur félög eins og Paris Saint Germain eða Manchester City. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins fór langleiðina með að tryggja sigurinn „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar afgreiddi Manchester United með tveimur mörkum í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eftir leik fór hann að tala um Lionel Messi. Brasilíumaðurinn Neymar og Argentínumaðurinn Lionel Messi áttu góðan tíma saman hjá Barcelona en Neymar ákvað síðan að stökkva á peninga í París. Hlutirnir hafa ekki gengið alveg nógu vel síðan hjá Paris Saint Germain og fyrir vikið hefur Neymar verið að reyna finna leiðir til að komast aftur til Barcelona eða betur sagt aftur til Lionel Messi. Neymar expresses his desire to play with Messi again pic.twitter.com/7gPich5u7T— ESPN FC (@ESPNFC) December 3, 2020 Í sumar gæti komið upp ný staða þegar Messi rennur út á samningi hjá Barcelona og það gefur félögum eins og Paris Saint Germain tækifæri til að bjóða honum gull og græna skóga. Það myndi líka gleðja Neymar mikið. „Mín heitasta ósk er að spila aftur með Messi og fá tækifæri til að njóta þess að vera aftur með honum inn á vellinum,“ sagði Neymar eftir 3-1 sigur Barcelona á Manchester United í gær. „Hann má spila mína stöðu því ég myndi alveg sætta mig við það. Ég vil bara spila með honum á næsta tímabili því við verðum að gera það þá,“ sagði Neymar. Það er ekkert skrýtið að Neymar setji pressu á næsta tímabil því Messi er náttúrulega ekkert að verða yngri. Neymar to ESPN: What I want most is to play with Lionel Messi again. For sure we have to play together next year! . #ucl pic.twitter.com/bmqficIYHw— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 2, 2020 Þessi orð Neymar munu líka ýta undir sögusagnirnar um að Messi sé að koma til Parísar. Messi vildi yfirgefa Barcelona eftir 8-2 tap á móti Bayern München í Meistaradeildinni í haust og þá leit út um tíma að hann væri að fara til Manchester City. Barcelona náði að loka það og freistar þess örugglega að halda sínum besta leikmanni í sögunni. Áhugi Manchester City virðist líka hafa minnka ef marka má fréttir í erlendum miðlum. Messi mun ekki ræða nýjan samning við Barcelona fyrr en eftir að nýr forseti er kosinn 24. janúar. Á þeim tíma er Messi líka kominn með leyfi til að ræða við önnur félög eins og Paris Saint Germain eða Manchester City.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mark Kolbeins fór langleiðina með að tryggja sigurinn „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjá meira