Innlent

Neyðar­skýlin opin allan sólar­hringinn vegna kulda­kastsins

Atli Ísleifsson skrifar
Neyðaráætlun á vegum borgarinnar hefur verið virkjuð.
Neyðaráætlun á vegum borgarinnar hefur verið virkjuð. Reykjavíkurborg

Neyðarskýlin fjögur sem Reykjavíkurborg rekur – Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur – verða öll opin allan sólarhringinn frá 3.til 7. desember, vegna kuldakastsins sem framundan er.

Frá þessu segir í tilkynningu á vef borgarinnar. Þetta sé í samræmi við neyðaráætlun málaflokks heimilislausra vegna veðurs sem hafi verið virkjuð.

„Það er gert þegar spáð er kuldakasti eða óveðri sem er þess eðlis að hætta sé á ofkælingu eða alvarlegum slysum þeirra sem nýta sér þjónustu neyðarskýla.

Staðirnir sem um ræðir eru Konukot, gistiskýlið á Lindargötu, neyðarskýlið á Granda og tímabundið neyðarskýli fyrir konur. Rótin, félag um konur, áföll og vímugjafa, sér um rekstur Konukots með samningi við Reykjavíkurborg. Í dag er samanlagt pláss fyrir 63 einstaklinga í skýlunum. Á öllum stöðum leggja stjórnendur áherslu á að skapa stemningu innandyra, svo sem flestir haldi þar til og hætti sér ekki út í kuldann, enda hefur Veðurstofan hvatt fólk til að halda sig heima,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×