Mikael stóð sig frábærlega í nýju hlutverki: Líkt við Makélélé Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 07:30 Mikael Anderson átti góðan leik á miðri miðju Midtjylland er liðið sótti Atalanta heim i Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. FC Midtjylland Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson byrjaði sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu er lið hans Midtjylland gerði 1-1 jafntefli við Atalanta í gærkvöld. Íslenskt áhugafólk um knattspyrnu þekkir Mikael Neville nær eingöngu sem vængmann enda er það staðan sem hann leikur alla jafna með Danmerkurmeisturunum sem og íslenska landsliðinu. Í gærkvöld lék hann hins vegar á miðri miðjunni er liðið stillti upp í 5-4-1 leikkerfi. Segja má að leikkerfið hafi skilað sínu en gestirnir frá Danmörku komust óvænt yfir þökk sé þrumufleyg Alexander Scholz - fyrrum leikmanns Stjörnunnar - og fór það svo að Midtjylland náði í sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Mikael lék allan leikinn á miðjunni og fékk hrós fyrir frammistöðu sína. Fékk hann 7 í einkunn á vefsíðunni WhoScored. Hann studdi vel við sóknarleik Midtjylland og átti þrjú skot í leiknum. Þá vann hann þrjár af þeim fimm tæklingum sem hann fór í, hreinsaði þrívegis ásamt því að komast þrisvar inn í sendingar Atalanta [e. interception]. Á Twitter-síðu danska félagsins má finna mynd af Mikael þar sem hann er kallaður Mikaelélé. Lasse Vibe – framherji Midtjylland – líkti frammistöðu Mikael við hinn goðsagnakennda franska landsliðsmann Claude Makélélé sem gerði garðinn frægan með Chelsea og Real Madrid á sínum tíma. Mikaelélé (Credit: @LasseVibe )#ATAFCM | #UCL pic.twitter.com/RJhK5JFiEY— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) December 1, 2020 Eftir að hafa verið vængmaður framan af ferli sínum var Makélélé færður neðar á völlinn í stöðu djúps miðjumanns. Þar blómstraði hann undir stjórn José Mourinho og á endanum var ekki lengur talað um stöðu djúps miðjumanns heldur Makélélé-stöðuna. Hvort Mikael fylgi í fótspor Makélélé hvað varðar breytingar á leikstíl sínum verður einfaldlega að koma í ljós. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Danski boltinn Tengdar fréttir Lukaku heldur Inter á lífi og fyrrum Stjörnumaður skoraði gegn Atalanta Það var líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld. Atletico Madrid náði í stig gegn Evrópumeisturunum í Bayern Munchen og Man. City marði sigur í Portúgal. 1. desember 2020 21:58 Curtis skaut Liverpool í 16-liða úrslitin eftir skógarhlaup Onana Liverpool er komið áfram en Ajax og Atalanta mætast í úrslitaleik um síðasta lausa sætið úr D-riðlinum. 1. desember 2020 21:53 Real Madrid í vandræðum Spænski risinn, Real Madrid, er ekki bara í vandræðum í deildinni heima fyrir því ekki gengur heldur vel í Meistaradeild Evrópu. 1. desember 2020 19:47 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Íslenskt áhugafólk um knattspyrnu þekkir Mikael Neville nær eingöngu sem vængmann enda er það staðan sem hann leikur alla jafna með Danmerkurmeisturunum sem og íslenska landsliðinu. Í gærkvöld lék hann hins vegar á miðri miðjunni er liðið stillti upp í 5-4-1 leikkerfi. Segja má að leikkerfið hafi skilað sínu en gestirnir frá Danmörku komust óvænt yfir þökk sé þrumufleyg Alexander Scholz - fyrrum leikmanns Stjörnunnar - og fór það svo að Midtjylland náði í sitt fyrsta stig í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Hinn 22 ára gamli Mikael lék allan leikinn á miðjunni og fékk hrós fyrir frammistöðu sína. Fékk hann 7 í einkunn á vefsíðunni WhoScored. Hann studdi vel við sóknarleik Midtjylland og átti þrjú skot í leiknum. Þá vann hann þrjár af þeim fimm tæklingum sem hann fór í, hreinsaði þrívegis ásamt því að komast þrisvar inn í sendingar Atalanta [e. interception]. Á Twitter-síðu danska félagsins má finna mynd af Mikael þar sem hann er kallaður Mikaelélé. Lasse Vibe – framherji Midtjylland – líkti frammistöðu Mikael við hinn goðsagnakennda franska landsliðsmann Claude Makélélé sem gerði garðinn frægan með Chelsea og Real Madrid á sínum tíma. Mikaelélé (Credit: @LasseVibe )#ATAFCM | #UCL pic.twitter.com/RJhK5JFiEY— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) December 1, 2020 Eftir að hafa verið vængmaður framan af ferli sínum var Makélélé færður neðar á völlinn í stöðu djúps miðjumanns. Þar blómstraði hann undir stjórn José Mourinho og á endanum var ekki lengur talað um stöðu djúps miðjumanns heldur Makélélé-stöðuna. Hvort Mikael fylgi í fótspor Makélélé hvað varðar breytingar á leikstíl sínum verður einfaldlega að koma í ljós. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Danski boltinn Tengdar fréttir Lukaku heldur Inter á lífi og fyrrum Stjörnumaður skoraði gegn Atalanta Það var líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld. Atletico Madrid náði í stig gegn Evrópumeisturunum í Bayern Munchen og Man. City marði sigur í Portúgal. 1. desember 2020 21:58 Curtis skaut Liverpool í 16-liða úrslitin eftir skógarhlaup Onana Liverpool er komið áfram en Ajax og Atalanta mætast í úrslitaleik um síðasta lausa sætið úr D-riðlinum. 1. desember 2020 21:53 Real Madrid í vandræðum Spænski risinn, Real Madrid, er ekki bara í vandræðum í deildinni heima fyrir því ekki gengur heldur vel í Meistaradeild Evrópu. 1. desember 2020 19:47 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Emil leggur skóna á hilluna Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Lukaku heldur Inter á lífi og fyrrum Stjörnumaður skoraði gegn Atalanta Það var líf og fjör í Meistaradeildinni í kvöld. Atletico Madrid náði í stig gegn Evrópumeisturunum í Bayern Munchen og Man. City marði sigur í Portúgal. 1. desember 2020 21:58
Curtis skaut Liverpool í 16-liða úrslitin eftir skógarhlaup Onana Liverpool er komið áfram en Ajax og Atalanta mætast í úrslitaleik um síðasta lausa sætið úr D-riðlinum. 1. desember 2020 21:53
Real Madrid í vandræðum Spænski risinn, Real Madrid, er ekki bara í vandræðum í deildinni heima fyrir því ekki gengur heldur vel í Meistaradeild Evrópu. 1. desember 2020 19:47