Enski boltinn

Gylfi að fá enn einn samherjann frá Barcelona?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi og James Rodriguez fyrr á leiktíðinni en james kom frá Real Madrid fyrir tímabilið.
Gylfi og James Rodriguez fyrr á leiktíðinni en james kom frá Real Madrid fyrir tímabilið. Tony McArdle/Everton FC

Everton hefur verið duglegt að fá leikmenn frá Barcelona undanfarin ár og nú gætu fleiri verið á leiðinni.

Carlo Ancelotti, stjóri Everton, er talinn vera á höttunum eftir miðverðinum Samuel Umtiti sem hefur enn ekki spilað mínútu í liði Barcelona á leiktíðinni.

Mundo Deportivo greinir frá því að Börsungar séu tilbúnir að hleypa Umtiti frá félaginu en kaupverðið er ekki talið nema tólf milljónir evra. Hann er talinn þéna 75 þúsund pund á viku.

Umtiti hefur verið mikið meiddur að undanförnu og hefur barist við að halda sér heilum. Því gæti för á Goodison hjálpað honum að byrja að spila á nýjan leik en hann hefur leikið 31 A-landsleiki fyrir Frakka.

Hann var m.a. Í byrjunarliði Frakka í úrslitaleiknum á HM 2018 en Umtiti gekk í raðir Börsunga í júlímánuði árið 2016. Hann var reglulega í byrjunarliðinu fyrstu tvö árin en meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.