Knattspyrnukona fékk morðhótanir eftir að hún neitaði að heiðra Maradona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 11:00 Paula Dapena situr í grasinu á meðan leikmenn áttu að heiðra minningu Diego Maradona. EPA-EFE/Amador Lorenzo Knattspyrnukonan Paula Dapena var ekki tilbúin að heiðra minningu knatttspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona og það hefur vakið mjög sterk viðbrögð. Paula Dapena spilar með Viajes InterRias FF í spænsku C-deildinni og fyrir æfingaleik á móti Deportivo La Coruna um helgina þá minntust leikmenn Maradona sem féll frá í síðustu viku. Það er það áttu allir leikmenn að minnast Maradona en Paula Dapena var ekki tilbúin í það. Hún settist niður í grasið og snéri sér í öfuga átt þegar liðin stilltu sér upp við miðjuhringinn. Dapena var ekki tilbúinn að líta framhjá því að Diego Maradona hafi verið sakaður um heimilisofbeldi árið 2014 þegar hann virtist slá til eiginkonu sinnar í myndbandi. Maradona neitaði þessum ásökunum, sagðist aðeins hafa hent símanum sínum og að hann myndi aldrei slá konu. „Það er ekki aðeins ég sem hef orðið fyrir áreiti heldur einnig liðsfélagar mínir,“ sagði Paula Dapena við ESPN. La de Paula Dapena ha dado la vuelta al mundo después de que la jugadora se negara a rendir homenaje a Maradona. pic.twitter.com/IfAPpkqiqt— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 30, 2020 „Við höfum fengið morðhótanir og skilaboð eins og: Ég ætla að leita uppi heimilisfangið þitt, koma þangað og fótbrjóta þig á báðum,“ sagði Dapena. Dapena er áhugakona í knattspyrnu og starfar sem kennari. Hún sagði það hefði verið „hræsnisfullt“ af sér að gleyma fortíð Maradona. „Það er hræsnisfullt að vera með mínútu þögn fyrir Maradona sem var þekktur fyrir að vera misþyrma konum en ekki minnast fórnarlamba ofbeldis gegn konum,“ sagði Dapena en Maradona dó á Alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum,“ sagði Dapena. „Fráfall Maradona skyggði algjörlega á þann dag. Við fórum frá því að hafa sviðsljósið á dauða allra þessara kvenna í það að hafa það á Maradona og hversu mikil fyrirmynd hann var fyrir alla,“ sagði Dapena. Hún sagði vera mjög hissa á því að hún hafi verið eina konan sem neitaði að heiðra minningu Maradona. „Maradona var frábær fótboltamaður með ótrúlega hæfileika. Fyrir utan það var hann allt annað en góð fyrirmynd,“ sagði Paula Dapena Andlát Diegos Maradona Spænski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sjá meira
Paula Dapena spilar með Viajes InterRias FF í spænsku C-deildinni og fyrir æfingaleik á móti Deportivo La Coruna um helgina þá minntust leikmenn Maradona sem féll frá í síðustu viku. Það er það áttu allir leikmenn að minnast Maradona en Paula Dapena var ekki tilbúin í það. Hún settist niður í grasið og snéri sér í öfuga átt þegar liðin stilltu sér upp við miðjuhringinn. Dapena var ekki tilbúinn að líta framhjá því að Diego Maradona hafi verið sakaður um heimilisofbeldi árið 2014 þegar hann virtist slá til eiginkonu sinnar í myndbandi. Maradona neitaði þessum ásökunum, sagðist aðeins hafa hent símanum sínum og að hann myndi aldrei slá konu. „Það er ekki aðeins ég sem hef orðið fyrir áreiti heldur einnig liðsfélagar mínir,“ sagði Paula Dapena við ESPN. La de Paula Dapena ha dado la vuelta al mundo después de que la jugadora se negara a rendir homenaje a Maradona. pic.twitter.com/IfAPpkqiqt— ESPN Deportes (@ESPNDeportes) November 30, 2020 „Við höfum fengið morðhótanir og skilaboð eins og: Ég ætla að leita uppi heimilisfangið þitt, koma þangað og fótbrjóta þig á báðum,“ sagði Dapena. Dapena er áhugakona í knattspyrnu og starfar sem kennari. Hún sagði það hefði verið „hræsnisfullt“ af sér að gleyma fortíð Maradona. „Það er hræsnisfullt að vera með mínútu þögn fyrir Maradona sem var þekktur fyrir að vera misþyrma konum en ekki minnast fórnarlamba ofbeldis gegn konum,“ sagði Dapena en Maradona dó á Alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gagnvart konum,“ sagði Dapena. „Fráfall Maradona skyggði algjörlega á þann dag. Við fórum frá því að hafa sviðsljósið á dauða allra þessara kvenna í það að hafa það á Maradona og hversu mikil fyrirmynd hann var fyrir alla,“ sagði Dapena. Hún sagði vera mjög hissa á því að hún hafi verið eina konan sem neitaði að heiðra minningu Maradona. „Maradona var frábær fótboltamaður með ótrúlega hæfileika. Fyrir utan það var hann allt annað en góð fyrirmynd,“ sagði Paula Dapena
Andlát Diegos Maradona Spænski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sjá meira