Erlent

Þrettán á­kærðir vegna dauðs­fallanna á Hvítu eyju á síðasta ári

Atli Ísleifsson skrifar
Engir ferðamenn hafa komið til eyjunnar síðasta tæpa árið.
Engir ferðamenn hafa komið til eyjunnar síðasta tæpa árið. Getty

Nýsjálensk heilbrigðis- og öryggismálayfirvöld hafa ákært þrettán aðila vegna manntjónsins sem varð vegna eldgossins á ferðamannaeyjunni Hvítu eyju á síðasta ári.

Nýsjálensk heilbrigðis- og öryggismálayfirvöld hafa ákært þrettán aðila vegna manntjónsins sem varð vegna eldgossins á ferðamannaeyjunni Hvítu eyju á síðasta ári.

Alls létust 22 þegar gos hófst í þessu virkasta eldfjalli landsins, Whakaari eða Hvítu eyju, í desember á síðasta ári. Mikill fjöldi ferðamanna var á staðnum þegar eldgosið hófst.

Tíu aðliar – fyrirtæki – hafa verið ákærðir vega brota á lögum landsins, og eiga þeir yfir höfði sér allt að 1,5 milljón nýsjálenskra dala sekt, um 140 milljónir króna, verði þeir fundnir sekir.

Þá hafa þrír til viðbótar, ýmist forstjórar eða einstaklingar, verið ákærðir í málinu vegna vanrækslu og eiga þeir yfir höfði sér allt að 28 milljóna króna sekt, verði þeir fundnir sekir. Nýsjálensk lög koma í veg fyrir að hægt sé að greina frá hvaða einstaklinga og fyrirtæki um ræðir.

Alls voru 47 á eyjunni þegar gosið hófst – 24 Ástralir, níu Bandaríkjamenn, fimm Nýsjálendingar, fjórir Þjóðverjar, tveir Kínverjar, tveir Bretar og einn frá Malasíu.

Engir ferðamenn hafa komið til eyjunnar síðasta tæpa árið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.