Innlent

Víða vetrarfærð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Færðin er víða varasöm um landið og vetrarfærð víðast hvar að sögn Vegagerðarinnar. Á Suðvesturlandi er víðast hvar hálka eða hálkublettir og flughált er á Bláfjallavegi og á Kjósarskarðsvegi.

Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka eða snjóþekja og sumstaðar él. Þungfært er á Steingrímsfjarðarheiði og á Dynjandisheiði og þæfingsfærð í Ísafirði og yfir Vatnsfjarðarháls sem og á Bjarnafjarðarhálsi. Ófært er síðan inn í Árneshrepp.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×