Fótbolti

Fögnuðu Noregsmeistaratitli með því að bursta Rosenborg og niðurlægja þá á Twitter

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gaman að vera í Bodo/Glimt þessa dagana
Gaman að vera í Bodo/Glimt þessa dagana vísir/getty

Nýkrýndir Noregsmeistarar Bodo/Glimt fóru illa með stórveldið Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í kvöld og fóru stuðningsmenn meistaranna mikið á Twitter reikningi félagsins á meðan.

Alfons Sampsted var á sínum stað í byrjunarliði Bodo/Glimt en Rosenborg er stórveldi í norskum fótbolta og það hlakkaði svo sannarlega í stuðningsmönnum Bodo/Glimt þegar Rosenborg steinlág fyrir nýkrýndu meisturunum.

Bodo vann leikinn 5-1 og spilaði Alfons 88 mínútur.

Eins og sjá má fóru þeir aðilar er sjá um Twitter reikning Bodo/Glimt mikinn á samfélagsmiðlinum á meðan þeir lýstu leiknum í textalýsingu með reglulegum háðsglósum.

Þegar leiknum lauk var Rosenborg þakkað fyrir leikinn með þessum orðum: Takk fyrir að standa heiðursvörð en það var óþarfi að gera það í 90 mínútur.

Á sama tíma lék Valdimar Þór Ingimundarson allan leikinn fyrir Stromsgodset sem tapaði 2-1 fyrir Kristiansund.

Í Danmörku spilaði Jón Dagur Þorsteinsson 90 mínútur í 3-1 tapi AGF gegn Nordsjælland en Jóni var skipt af velli í uppbótartíma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.