Sjö ára drengur veiktist lífshættulega eftir að hafa fengið Covid-19 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 18:04 Natan Helgi Björnsson var fullfrískur og hress sjö ára drengur áður en hann veiktist af Covid-19 í ágúst. Hann hefur síðan þá þurft að leggjast á spítala þar sem hann barðist fyrir lífi sínu í næstum viku. Hann er enn að klást við veikindin en ætlar að ná fullri heilsu á ný að sögn móður hans. Visir Sjö ára íslenskur drengur veiktist lífshættulega nú í haust af bráða- bólguheilkenni í tengslum við Covid-19. Hann var fullkomlega heilbrigður áður en hann fékk Covid en er, eins og sakir standa, langveikt barn að sögn móður hans. Talið er að allt að sjötíu börn í Svíþjóð hafi fengið bráða-bólguheilkennið. Björn Markusson og Hulda Dóra Höskuldsdóttir ásamt sonum sínum í Stokkhólmi.Vísir Hulda Dóra Höskuldsdóttir býr í Stokkhólmi ásamt eiginmanni Birni Markussyni og þremur sonum. Í ágúst veiktust þau öll af Covid-19 nema elsti sonurinn, þar á meðal Natan sem var á þeim tíma sjö ára frískur og hress strákur. „Natan fékk væg einkenni. Hann fékk háan hita í tvo sólarhringa og svo var þetta búið,“ segir Hulda Dóra móðir Natans. Hulda Dóra segir að þrátt fyrir að Natan hafi verið laus við Covid hafi hann glímt við mikil eftirköst næstu sjö vikur. „Hann átti erfitt með að borða, var einbeitingar-og orkulaus, þoldi illa hávaða. Hann var eins og skugginn af sjálfum sér. Þegar ég sótti hann í skólann var hann þreyttur og þurfti að leggja sig er heim var komið,“ segir Hulda Dóra. Hún segir að einkennin hafi ágerst hægt og sígandi. Skyndilega hafi hann fengið háann hita, byrjaði að bólgna upp á höndum og fá útbrot. „Hann var lagður inn á Södersjukhuset í Stokkhólmi og þá var hann orðinn lífshættulega veikur,“ segir Hulda Dóra. Greindist með hyperinflammation Hún segir að Natan hafi verið greindur með það sem kallast á sænsku hyperinflammation sem væri hægt að þýða sem bráða bólguheilkenni. Hún segir að læknar hafi sagt að ónæmiskerfið hans væri ofvirkt. Natan bólgnaði til að byrja með á höndum en svo dreifðist bólgan til líffæra.Vísir Það hafi þurft að finna leiðir til að stýra því þar sem bólgan ræðst á líffæri og skemmir þau ef ekkert er gert. Það sé líka hætta á blóðtappa. „Það voru einhver gildi hjá Natan sem sýndu að blóð hans var að þykkna. Þannig að það voru notuð blóðþynningarlyf til að ná því niður. Þetta er bólgusjúkdómur sem ræðst á öll líffæri. Ef þetta er ekki stoppað þá deyja þessi börn,“ segir Hulda Dóra.. Hún segir að sjúkdómurinn tengist beint Covid-19. „Covid- vírusinn vekur þennan sjúkdóm en það veit enginn af hverju þetta gerist hjá þessum börnum sem fá hann,“ segir Hulda Dóra. „Natan var á sjúkrahúsinu í ellefu daga og var í lífshættu í næstum viku. Hann var á hjartalyfjum, sterum, blóðþynningarlyfjum og fékk alls konar mótefnasprautur til að ná bólguheilkenninu niður,“ segir hún. Natan er annað barnið sem leggst inn á Södersjukhuset í Stokkhólmi með sjúkdóminn en læknir hans, Lotta Nordenhäll gigtar-og barnalæknir sagði í grein í Læknablaði í Svíþjóð í sumar að tilfellin væru orðin 50. Hulda Dóra segir að þau séu nú 70 en sjúkdómurinn ráðist fyrir og fremst á heilbrigð börn á aldrinum 0-19 ára sem fái Covid-19. Það sé þó mismunandi hversu mikil einkennin verði. „Læknar hér úti eru alltaf að læra meira um þennan sjúkdóm, það sem þeir vita í dag, vissu þeir ekki þegar Covid hófst í vor,“ segir Hulda Dóra. Natan var í ellefu daga á spítalanum.Vísir Natan útskrifaðist af spítalanum í lok október. „Natan er enn að jafna sig og er á sterum, magalyfjum og hjartalyfjum. Við höfum líka fengið mjög góða eftirfylgni frá spítalanum sem fylgist vel með honum,“ segir Hulda Dóra. Hún segir að ferlið hafi tekið verulega á alla í fjölskyldunni, þá hafi verið erfitt að hafa ekki fjölskylduna á Íslandi hjá sér þegar það erfiðasta gekk yfir. Hulda Dóra er bjartsýn á að Natan verði full frískur á ný. „Eftir Covid er Natan í raun langveikt barn en við horfum á björtu hliðarnar, Natan er á lífi og við ætlum í gegnum þetta, hann mun verða full frískur á ný,“ segir Hulda Dóra ákveðin. Hulda Dóra segir mikilvægt að almenningur sé upplýstur um að þetta geti gerst þó það sé afar sjaldgæft. „Okkur datt ekki í hug að frísk börn gætu orðið svona veik út af Covid. Fólk þarf að vita að það sé til sjúkdómur sem leggst á frísk börn og unglinga með enga undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Hulda Dóra að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Börn og uppeldi Svíþjóð Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Hann var fullkomlega heilbrigður áður en hann fékk Covid en er, eins og sakir standa, langveikt barn að sögn móður hans. Talið er að allt að sjötíu börn í Svíþjóð hafi fengið bráða-bólguheilkennið. Björn Markusson og Hulda Dóra Höskuldsdóttir ásamt sonum sínum í Stokkhólmi.Vísir Hulda Dóra Höskuldsdóttir býr í Stokkhólmi ásamt eiginmanni Birni Markussyni og þremur sonum. Í ágúst veiktust þau öll af Covid-19 nema elsti sonurinn, þar á meðal Natan sem var á þeim tíma sjö ára frískur og hress strákur. „Natan fékk væg einkenni. Hann fékk háan hita í tvo sólarhringa og svo var þetta búið,“ segir Hulda Dóra móðir Natans. Hulda Dóra segir að þrátt fyrir að Natan hafi verið laus við Covid hafi hann glímt við mikil eftirköst næstu sjö vikur. „Hann átti erfitt með að borða, var einbeitingar-og orkulaus, þoldi illa hávaða. Hann var eins og skugginn af sjálfum sér. Þegar ég sótti hann í skólann var hann þreyttur og þurfti að leggja sig er heim var komið,“ segir Hulda Dóra. Hún segir að einkennin hafi ágerst hægt og sígandi. Skyndilega hafi hann fengið háann hita, byrjaði að bólgna upp á höndum og fá útbrot. „Hann var lagður inn á Södersjukhuset í Stokkhólmi og þá var hann orðinn lífshættulega veikur,“ segir Hulda Dóra. Greindist með hyperinflammation Hún segir að Natan hafi verið greindur með það sem kallast á sænsku hyperinflammation sem væri hægt að þýða sem bráða bólguheilkenni. Hún segir að læknar hafi sagt að ónæmiskerfið hans væri ofvirkt. Natan bólgnaði til að byrja með á höndum en svo dreifðist bólgan til líffæra.Vísir Það hafi þurft að finna leiðir til að stýra því þar sem bólgan ræðst á líffæri og skemmir þau ef ekkert er gert. Það sé líka hætta á blóðtappa. „Það voru einhver gildi hjá Natan sem sýndu að blóð hans var að þykkna. Þannig að það voru notuð blóðþynningarlyf til að ná því niður. Þetta er bólgusjúkdómur sem ræðst á öll líffæri. Ef þetta er ekki stoppað þá deyja þessi börn,“ segir Hulda Dóra.. Hún segir að sjúkdómurinn tengist beint Covid-19. „Covid- vírusinn vekur þennan sjúkdóm en það veit enginn af hverju þetta gerist hjá þessum börnum sem fá hann,“ segir Hulda Dóra. „Natan var á sjúkrahúsinu í ellefu daga og var í lífshættu í næstum viku. Hann var á hjartalyfjum, sterum, blóðþynningarlyfjum og fékk alls konar mótefnasprautur til að ná bólguheilkenninu niður,“ segir hún. Natan er annað barnið sem leggst inn á Södersjukhuset í Stokkhólmi með sjúkdóminn en læknir hans, Lotta Nordenhäll gigtar-og barnalæknir sagði í grein í Læknablaði í Svíþjóð í sumar að tilfellin væru orðin 50. Hulda Dóra segir að þau séu nú 70 en sjúkdómurinn ráðist fyrir og fremst á heilbrigð börn á aldrinum 0-19 ára sem fái Covid-19. Það sé þó mismunandi hversu mikil einkennin verði. „Læknar hér úti eru alltaf að læra meira um þennan sjúkdóm, það sem þeir vita í dag, vissu þeir ekki þegar Covid hófst í vor,“ segir Hulda Dóra. Natan var í ellefu daga á spítalanum.Vísir Natan útskrifaðist af spítalanum í lok október. „Natan er enn að jafna sig og er á sterum, magalyfjum og hjartalyfjum. Við höfum líka fengið mjög góða eftirfylgni frá spítalanum sem fylgist vel með honum,“ segir Hulda Dóra. Hún segir að ferlið hafi tekið verulega á alla í fjölskyldunni, þá hafi verið erfitt að hafa ekki fjölskylduna á Íslandi hjá sér þegar það erfiðasta gekk yfir. Hulda Dóra er bjartsýn á að Natan verði full frískur á ný. „Eftir Covid er Natan í raun langveikt barn en við horfum á björtu hliðarnar, Natan er á lífi og við ætlum í gegnum þetta, hann mun verða full frískur á ný,“ segir Hulda Dóra ákveðin. Hulda Dóra segir mikilvægt að almenningur sé upplýstur um að þetta geti gerst þó það sé afar sjaldgæft. „Okkur datt ekki í hug að frísk börn gætu orðið svona veik út af Covid. Fólk þarf að vita að það sé til sjúkdómur sem leggst á frísk börn og unglinga með enga undirliggjandi sjúkdóma,“ segir Hulda Dóra að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Börn og uppeldi Svíþjóð Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent