Liðsmenn Boko Haram grunaðir um hrottaleg morð á tugum bænda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 16:04 Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur vottað fjölskyldum hinna látnu samúð. EPA/ANDRE PAIN Uppreisnarmenn úr röðum Boko Haram eru grunaðir um að hafa myrt að minnsta kosti 43 almenna borgara, aðallega bændur og sjómenn, í Borno-ríki í norðurhluta Nígeríu í dag. Fórnarlömbin voru að sinna störfum sínum við hrísgrjónauppskeru þegar árásin var gerð í dag, daginn sem íbúar í Garin Kwashebe í Borno-ríki gengu til sveitarstjórnakosninga í fyrsta sinn í 13 ár. Fréttum ber ekki öllum saman um fjölda fórnarlamba en samkvæmt frétt AP,BBC og annarra miðla af málinu eru þau sögð um eða yfir fjörutíu. AFP-fréttaveitan segir þau aftur á móti vera um 110. Fregnir herma að fórnarlömbunum hafi verið safnað saman áður en vopnaðir uppreisnarmenn tóku þau af lífi með því að skera þau á háls. „Ráðist var á bændurna á Garin-Kwashebe hrísgrjónaakrinum í Zabarmari og samkvæmt fregnum sem við höfum fengið frá því síðdegis hafa um fjörutíu þeirra verið drepnir,“ sagði Malam Zabarmari, leiðtogi hagsmunasamtaka hrísgrjónabænda á svæðinu, í samtali við AP. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur sent frá sér samúðarkveðjur vegna morðanna. „Ég fordæmi morð hryðjuverkamanna á okkar duglegu bændum í Borno-ríki. Þjóðin öll er í sárum eftir þessi tilgangslausu morð. Hugur minn er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorglegu tímum. Megi þeir hvíla í friði,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu. Árásin er ein sú hrottalegasta sem framin hefur verið undanfarna mánuði á svæðinu þar sem bæði hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki og Boko Haram eru með virka starfsemi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni þótt Boko Haram liggi undir grun. Nokkurra bænda er enn saknað og segja mannréttindasamtökin Amnesty International að tíu konur séu þeirra á meðal. Nígería Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Fréttum ber ekki öllum saman um fjölda fórnarlamba en samkvæmt frétt AP,BBC og annarra miðla af málinu eru þau sögð um eða yfir fjörutíu. AFP-fréttaveitan segir þau aftur á móti vera um 110. Fregnir herma að fórnarlömbunum hafi verið safnað saman áður en vopnaðir uppreisnarmenn tóku þau af lífi með því að skera þau á háls. „Ráðist var á bændurna á Garin-Kwashebe hrísgrjónaakrinum í Zabarmari og samkvæmt fregnum sem við höfum fengið frá því síðdegis hafa um fjörutíu þeirra verið drepnir,“ sagði Malam Zabarmari, leiðtogi hagsmunasamtaka hrísgrjónabænda á svæðinu, í samtali við AP. Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hefur sent frá sér samúðarkveðjur vegna morðanna. „Ég fordæmi morð hryðjuverkamanna á okkar duglegu bændum í Borno-ríki. Þjóðin öll er í sárum eftir þessi tilgangslausu morð. Hugur minn er hjá fjölskyldum þeirra á þessum sorglegu tímum. Megi þeir hvíla í friði,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu. Árásin er ein sú hrottalegasta sem framin hefur verið undanfarna mánuði á svæðinu þar sem bæði hryðjuverkasamtök sem kenna sig við íslamskt ríki og Boko Haram eru með virka starfsemi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á árásinni þótt Boko Haram liggi undir grun. Nokkurra bænda er enn saknað og segja mannréttindasamtökin Amnesty International að tíu konur séu þeirra á meðal.
Nígería Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira