Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að öll hópamyndun, hvort sem verið sé að tala um fjölskylduhitting, afmæli eða hvað sem er, bjóði upp á dreifingu Covid-19.
„Við erum með tiltölulega stífar reglur þessa dagana til að reyna að stoppa smitkeðjuna. Þetta er góð leið fyrir smit til að komast áfram.“
Varðandi biðraðir í verslunarmiðstöðvum og verslun um helgina segist Rögnvaldur vona að fólk fari eftir leiðbeiningum. Tryggi gott bil og noti grímur í verslunum og þar sem það sækir þjónustu. Það hjálpi til.
„Við vonum bara að fólk sé duglegt að fara eftir þessu,“ segir Rögnvaldur.