Innlent

Mikið um ölvun og hávaðakvartanir

Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að öll hópamyndun, hvort sem verið sé að tala um fjölskylduhitting, afmæli eða hvað sem er, bjóði upp á dreifingu Covid-19.
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að öll hópamyndun, hvort sem verið sé að tala um fjölskylduhitting, afmæli eða hvað sem er, bjóði upp á dreifingu Covid-19. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að töluverður erill hafi verið hjá lögregluþjónum í nótt. Mikið hafi verið um ölvunartengd mál og hávaðakvartanir.

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að öll hópamyndun, hvort sem verið sé að tala um fjölskylduhitting, afmæli eða hvað sem er, bjóði upp á dreifingu Covid-19.

„Við erum með tiltölulega stífar reglur þessa dagana til að reyna að stoppa smitkeðjuna. Þetta er góð leið fyrir smit til að komast áfram.“

Varðandi biðraðir í verslunarmiðstöðvum og verslun um helgina segist Rögnvaldur vona að fólk fari eftir leiðbeiningum. Tryggi gott bil og noti grímur í verslunum og þar sem það sækir þjónustu. Það hjálpi til.

„Við vonum bara að fólk sé duglegt að fara eftir þessu,“ segir Rögnvaldur.


Tengdar fréttir

Eitt boð ber tölurnar uppi

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt.

21 greindist með Covid-19 innanlands í gær

21 greindist með covid-19 innanlands í gær. Þá greindust tveir með virkt smit við skimun á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands var yfir helmingur í sóttkví eða 13 af 21. Alls eru nú 193 í einangrun með covid-19 hér á landi og 618 eru í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vefnum covid.is.

Einn smitaður og tuttugu í sóttkví á Vestfjörðum

Einstaklingur frá Vestfjörðum sem ferðaðist til höfuðborgarsvæðisins í síðustu viku hefur reynst smitaður af Covid-19. Sá fór aftur heim og eru nú tuttugu komnir í sóttkví vegna málsins. Flestir þeirra á norðanverðum Vestfjörðum en sex sunnan Dýrafjarðarganga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×