Innlent

Vísbendingar um smit í samfélaginu sem ekki er búið að finna

Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að þar á bæ hafi menn miklar áhyggjur af stöðunni vegna faraldurs Covid-19 hér á landi. Sérstaklega af því hve margir eru að greinast smitaðir utan sóttkvíar.

21 greindist smitaður innanlands í gær.

Í samtali við fréttastofu segir Rögnvaldur að mögulega geti það verið að ekki séu að fást nægilega góðar upplýsingar í smitrakningu. Hvetur hann fólk til að gefa góðar og réttar upplýsingar í smitrakningu.

„Það er enginn að fara að reyna að skamma þig þar eða refsa þér. Þetta þarf bara hundrað prósent samvinnu allra til að vinna þetta vel. Maður veit alveg að sumir upplifa kannski einhverja skömm eða eru með samviskubit. Fólk verður bara að reyna að yfirstíga það og setja hundrað prósent orku í samvinnu við rakningateymið,“ segir Rögnvaldur.

Hann segir að ekki hafi tekist að rekja öll smitin sem hafi greinst að undanförnu og í gegnum tíðina. Það sé áhyggjuefni og vísbending um smit í samfélaginu sem ekki sé búið að finna. Það sé fólk úti sem sé jafnvel veikt og viti ekki af því og beri veiruna áfram.

Rögnvaldur minnir fólk á að fara í skimun ef það finni fyrir einkennum, jafnvel vægum.


Tengdar fréttir

Einn smitaður og tuttugu í sóttkví á Vestfjörðum

Einstaklingur frá Vestfjörðum sem ferðaðist til höfuðborgarsvæðisins í síðustu viku hefur reynst smitaður af Covid-19. Sá fór aftur heim og eru nú tuttugu komnir í sóttkví vegna málsins. Flestir þeirra á norðanverðum Vestfjörðum en sex sunnan Dýrafjarðarganga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.