Kemst grænsvarta spútnikliðið á toppinn? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2020 09:00 Domenico Berardi hefur verið besti leikmaður Sassuolo undanfarin ár. getty/Giuseppe Maffia Sassuolo hefur komið á óvart í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur og fer á topp hennar með sigri á Inter á heimavelli sínum. Með sigri á Inter í dag kemst Sassuolo á ókunnar slóðir, á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Neroverdi, eða hinir grænklæddu, eins og Sassuolo er kallað, hefur komið liða mest á óvart í Ítalíu á vetur. Eftir átta umferðir er Sassuolo í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með átján stig, tveimur stigum á eftir toppliði AC Milan. Sassuolo hefur ekki bara vakið athygli fyrir góðan árangur heldur einnig skemmtilega spilamennsku. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Sassuolo á tímabilinu (20), ekkert lið er meira með boltann að meðaltali (58 prósent) og aðeins fjögur lið eiga fleiri skot að meðaltali í leik (15,3). Sassuolo átti gott tímabil í fyrra og endaði í 8. sæti og liðið virðist vera tilbúið að taka næsta skref. Sassuolo hefur leikið samfleytt í ítölsku úrvalsdeildinni síðan 2013. Þótt Sassuolo sé ekki með þekktustu nöfnin í bransanum eru nokkrir afar frambærilegir leikmenn í hópi liðsins, þ.á.m. þrír ítalskir landsliðsmenn: Francesco Caputo, Manuel Locatelli og Domenico Berardi. Sá síðastnefndi, sem er 26 ára, hefur leikið með Sassuolo allan sinn feril og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 92 mörk. Berardi hefur leikið níu landsleiki fyrir Ítalíu og skorað þrjú mörk. Francesco Caputo sló ekki almennilega í gegn fyrr en hann var kominn yfir þrítugt.getty/MB Media Caputo og Locatelli er á sitt hvorum endanum á sínum ferlum. Caputo, sem er 33 ára framherji, er til þess að gera nýbyrjaður að spila í efstu deild eftir að hafa lengst af ferilsins leikið í þeirri næstefstu. Eftir gott tímabil með Empoli 2018-19 var hann keyptur til Sassuolo og hefur haldið uppteknum hætti þar. Á síðasta tímabili skoraði hann 21 mark í ítölsku úrvalsdeildinni og var svo valinn í landsliðið í fyrsta sinn í september. Hann skoraði í sínum fyrsta landsleik, 6-0 sigri á Moldóvu. Locatelli, sem er 22 ára, er einn af bestu ungu miðjumönnum Ítala en ferill hans fór á flug eftir að hann fór til Sassuolo frá Milan. Locatelli er afar mikilvægi í uppspili Sassuolo og býr yfir mikilli yfirsýn. Locatelli hefur leikið sex landsleiki, alla á þessu ári. Ítalir binda miklar vonir við miðjumanninn snjalla, Manuel Locatelli.getty/Franco Romano Meðal annarra mikilvægra leikmanna Sassuolo má nefna markvörðinn Andrea Consigli, Serbann Filip Djuricic, Fílbeinsstrendinginn Jérémie Boga og Frakkann Grégoire Defrel. Á meðan Sassuolo hefur gengið allt í haginn hefur Inter hikstað að undanförnu. Strákarnir hans Antoinos Conte hafa reyndar bara tapað einum deildarleik á tímabilinu en eru í slæmri stöðu í Meistaradeild Evrópu og hafa aðeins haldið hreinu í tveimur af tólf leikjum sínum í vetur. Inter er í 5. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, fimm stigum á eftir grönnum sínum í Milan sem verma toppsætið. Leikur Sassuolo og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Sjá meira
Með sigri á Inter í dag kemst Sassuolo á ókunnar slóðir, á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Neroverdi, eða hinir grænklæddu, eins og Sassuolo er kallað, hefur komið liða mest á óvart í Ítalíu á vetur. Eftir átta umferðir er Sassuolo í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með átján stig, tveimur stigum á eftir toppliði AC Milan. Sassuolo hefur ekki bara vakið athygli fyrir góðan árangur heldur einnig skemmtilega spilamennsku. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk en Sassuolo á tímabilinu (20), ekkert lið er meira með boltann að meðaltali (58 prósent) og aðeins fjögur lið eiga fleiri skot að meðaltali í leik (15,3). Sassuolo átti gott tímabil í fyrra og endaði í 8. sæti og liðið virðist vera tilbúið að taka næsta skref. Sassuolo hefur leikið samfleytt í ítölsku úrvalsdeildinni síðan 2013. Þótt Sassuolo sé ekki með þekktustu nöfnin í bransanum eru nokkrir afar frambærilegir leikmenn í hópi liðsins, þ.á.m. þrír ítalskir landsliðsmenn: Francesco Caputo, Manuel Locatelli og Domenico Berardi. Sá síðastnefndi, sem er 26 ára, hefur leikið með Sassuolo allan sinn feril og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 92 mörk. Berardi hefur leikið níu landsleiki fyrir Ítalíu og skorað þrjú mörk. Francesco Caputo sló ekki almennilega í gegn fyrr en hann var kominn yfir þrítugt.getty/MB Media Caputo og Locatelli er á sitt hvorum endanum á sínum ferlum. Caputo, sem er 33 ára framherji, er til þess að gera nýbyrjaður að spila í efstu deild eftir að hafa lengst af ferilsins leikið í þeirri næstefstu. Eftir gott tímabil með Empoli 2018-19 var hann keyptur til Sassuolo og hefur haldið uppteknum hætti þar. Á síðasta tímabili skoraði hann 21 mark í ítölsku úrvalsdeildinni og var svo valinn í landsliðið í fyrsta sinn í september. Hann skoraði í sínum fyrsta landsleik, 6-0 sigri á Moldóvu. Locatelli, sem er 22 ára, er einn af bestu ungu miðjumönnum Ítala en ferill hans fór á flug eftir að hann fór til Sassuolo frá Milan. Locatelli er afar mikilvægi í uppspili Sassuolo og býr yfir mikilli yfirsýn. Locatelli hefur leikið sex landsleiki, alla á þessu ári. Ítalir binda miklar vonir við miðjumanninn snjalla, Manuel Locatelli.getty/Franco Romano Meðal annarra mikilvægra leikmanna Sassuolo má nefna markvörðinn Andrea Consigli, Serbann Filip Djuricic, Fílbeinsstrendinginn Jérémie Boga og Frakkann Grégoire Defrel. Á meðan Sassuolo hefur gengið allt í haginn hefur Inter hikstað að undanförnu. Strákarnir hans Antoinos Conte hafa reyndar bara tapað einum deildarleik á tímabilinu en eru í slæmri stöðu í Meistaradeild Evrópu og hafa aðeins haldið hreinu í tveimur af tólf leikjum sínum í vetur. Inter er í 5. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig, fimm stigum á eftir grönnum sínum í Milan sem verma toppsætið. Leikur Sassuolo og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Ítalski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Sjá meira