Innlent

Kári segir 20 hafa greinst í gær en nýr stofn sé ekki sjáanlegur

Birgir Olgeirsson skrifar
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Tuttugu greindust með kórónuveiruna í gær. 18 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 2 hjá Sýkla- og veirufræðideild Háskóla Íslands. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við fréttastofu.

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir tuttugu smit hafa greinst innanlands í gær. Átján hjá Íslenskri erfðagreiningu og tvö hjá Sýkla- og veirufræðideild Háskóla Íslands. Þetta segir hann  í samtali við fréttastofu.

11 greindust innanlands í fyrradag og voru aðeins þrír af þeim í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagðist bíða forvitinn eftir niðurstöðum úr raðgreiningum vegna nýrra smita til að fá úr því skorið hvort nýr stofn veirunnar væri kominn til landsins.

15. ágúst síðastliðinn slapp stofn, sem hefur fengið ljósbláan litakóða í raðgreiningarferlinum, inn í landið og hefur jafnan verið kallaður „franska-afbrigðið“. Sá stofn varð ráðandi í þriðju bylgjunni sem hefur leikið þjóðina grátt.

Kári segir enga nýja stofna sjást í þeim smitum sem greinst hafa upp á síðkastið. Ljósbláa-veiran blossaði lítillega upp fyrir skömmu en aftur hefur dregið úr henni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist í gær hafa skilað tillögum til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Hann sagði að þær tillögur gætu tekið breytingum ef fjöldi sýktra heldur áfram að fara upp á við, sem hann gerði sannarlega í gær miðað við nýjustu tölur. 

Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að smitstuðullinn væri í 1,5 og allt yfir einum væri ávísun á aðra bylgju faraldursins. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×