Kári segir 20 hafa greinst í gær en nýr stofn sé ekki sjáanlegur Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2020 10:09 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tuttugu greindust með kórónuveiruna í gær. 18 hjá Íslenskri erfðagreiningu og 2 hjá Sýkla- og veirufræðideild Háskóla Íslands. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í samtali við fréttastofu. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir tuttugu smit hafa greinst innanlands í gær. Átján hjá Íslenskri erfðagreiningu og tvö hjá Sýkla- og veirufræðideild Háskóla Íslands. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu. 11 greindust innanlands í fyrradag og voru aðeins þrír af þeim í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagðist bíða forvitinn eftir niðurstöðum úr raðgreiningum vegna nýrra smita til að fá úr því skorið hvort nýr stofn veirunnar væri kominn til landsins. 15. ágúst síðastliðinn slapp stofn, sem hefur fengið ljósbláan litakóða í raðgreiningarferlinum, inn í landið og hefur jafnan verið kallaður „franska-afbrigðið“. Sá stofn varð ráðandi í þriðju bylgjunni sem hefur leikið þjóðina grátt. Kári segir enga nýja stofna sjást í þeim smitum sem greinst hafa upp á síðkastið. Ljósbláa-veiran blossaði lítillega upp fyrir skömmu en aftur hefur dregið úr henni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist í gær hafa skilað tillögum til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Hann sagði að þær tillögur gætu tekið breytingum ef fjöldi sýktra heldur áfram að fara upp á við, sem hann gerði sannarlega í gær miðað við nýjustu tölur. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að smitstuðullinn væri í 1,5 og allt yfir einum væri ávísun á aðra bylgju faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40 Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir tuttugu smit hafa greinst innanlands í gær. Átján hjá Íslenskri erfðagreiningu og tvö hjá Sýkla- og veirufræðideild Háskóla Íslands. Þetta segir hann í samtali við fréttastofu. 11 greindust innanlands í fyrradag og voru aðeins þrír af þeim í sóttkví. Sóttvarnalæknir sagðist bíða forvitinn eftir niðurstöðum úr raðgreiningum vegna nýrra smita til að fá úr því skorið hvort nýr stofn veirunnar væri kominn til landsins. 15. ágúst síðastliðinn slapp stofn, sem hefur fengið ljósbláan litakóða í raðgreiningarferlinum, inn í landið og hefur jafnan verið kallaður „franska-afbrigðið“. Sá stofn varð ráðandi í þriðju bylgjunni sem hefur leikið þjóðina grátt. Kári segir enga nýja stofna sjást í þeim smitum sem greinst hafa upp á síðkastið. Ljósbláa-veiran blossaði lítillega upp fyrir skömmu en aftur hefur dregið úr henni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist í gær hafa skilað tillögum til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Hann sagði að þær tillögur gætu tekið breytingum ef fjöldi sýktra heldur áfram að fara upp á við, sem hann gerði sannarlega í gær miðað við nýjustu tölur. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu í gær að smitstuðullinn væri í 1,5 og allt yfir einum væri ávísun á aðra bylgju faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40 Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40
Áhyggjufullur og segir vísbendingar um að faraldurinn sé að fara af stað á ný Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir vísbendingar fyrir hendi þess efnis að kórónuveirufaraldurinn sé að færa sig upp á skaftið á nýjan leik. 26. nóvember 2020 11:12