Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. nóvember 2020 20:20 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins. VÍSIR/VILHELM Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Sara Björk ræddi við RÚV eftir leikinn og sjá má viðtalið í heild sinni inn á íþróttavef RÚV. „Þetta var gjörsamlega svart og hvítt. Þetta var ótrúlega slakur fyrir hálfleikur. Vorum eftir á í öllu, návígi og pressu. Náðum ekki einu sinni að halda bolta innan liðs. Fundum þannig séð engar leiðir. Vorum búnar að tala um það að fá boltana út á kantana, fá fyrirgjafir, samt vorum við alltaf að missa boltann og náðum ekki að senda á samherja. Þetta var gjörsamlega skelfilegt,“ sagði Sara Björk um slakan fyrri hálfleik Íslands. „Við snerum blaðinu við í seinni hálfleik og sýndum ótrúlegan karakter,“ bætti hún svo við. Ísland kemst í 2-1!!! Ísland fær vítaspyrnu, Söru Björk tekst ekki að skora en dómarinn lætur endurtaka spyrnuna þar sem markvörður Slóvaka var kominn af marklínunni. Sara skorar úr seinni tilrauninni! Það var lagið! pic.twitter.com/sccGJEk2fh— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 Sara Björk kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu. Eftir að markvörður Slóvakíu varði víti Söru var hún heppin en dómari leiksins taldi markvörð heimaliðsins hafa stigið af línunni og því spyrnan tekin að nýju. Þá skoraði Sara af öryggi. Hún bætti svo við þriðja markinu, einnig úr vítaspyrnu. „Það var hrikalega slappt víti hjá mér í fyrra vítinu. Ég er búin að bíða eftir því að fá vítaspyrnu í þessari undankeppni og svo fæ ég þrjár vítaspyrnur í einum leik. Það var sætt að geta skorað úr seinni tveimur spyrnunum.“ Já já já já!!! 3-1! Sara Björk bætir við öðru marki sínu úr vítaspyrnu í kvöld. pic.twitter.com/sA9FVWm0M5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 “Karakterinn í liðinu, að snúa þessu við eftir svona slakan fyrri hálfleik sýnir hugarfarið og getuna í liðinu. Við erum einu skrefi nær markmiðinu okkar,“ sagði Sara að lokum. Eftir sigur kvöldsins er Ísland í 2. sæti með 16 stig eftir sjö leiki. Stelpurnar okkar mæta svo Ungverjalandi ytra þann 1. desember. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Sjá meira
Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. Sara Björk ræddi við RÚV eftir leikinn og sjá má viðtalið í heild sinni inn á íþróttavef RÚV. „Þetta var gjörsamlega svart og hvítt. Þetta var ótrúlega slakur fyrir hálfleikur. Vorum eftir á í öllu, návígi og pressu. Náðum ekki einu sinni að halda bolta innan liðs. Fundum þannig séð engar leiðir. Vorum búnar að tala um það að fá boltana út á kantana, fá fyrirgjafir, samt vorum við alltaf að missa boltann og náðum ekki að senda á samherja. Þetta var gjörsamlega skelfilegt,“ sagði Sara Björk um slakan fyrri hálfleik Íslands. „Við snerum blaðinu við í seinni hálfleik og sýndum ótrúlegan karakter,“ bætti hún svo við. Ísland kemst í 2-1!!! Ísland fær vítaspyrnu, Söru Björk tekst ekki að skora en dómarinn lætur endurtaka spyrnuna þar sem markvörður Slóvaka var kominn af marklínunni. Sara skorar úr seinni tilrauninni! Það var lagið! pic.twitter.com/sccGJEk2fh— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 Sara Björk kom Íslandi yfir með marki úr vítaspyrnu. Eftir að markvörður Slóvakíu varði víti Söru var hún heppin en dómari leiksins taldi markvörð heimaliðsins hafa stigið af línunni og því spyrnan tekin að nýju. Þá skoraði Sara af öryggi. Hún bætti svo við þriðja markinu, einnig úr vítaspyrnu. „Það var hrikalega slappt víti hjá mér í fyrra vítinu. Ég er búin að bíða eftir því að fá vítaspyrnu í þessari undankeppni og svo fæ ég þrjár vítaspyrnur í einum leik. Það var sætt að geta skorað úr seinni tveimur spyrnunum.“ Já já já já!!! 3-1! Sara Björk bætir við öðru marki sínu úr vítaspyrnu í kvöld. pic.twitter.com/sA9FVWm0M5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 26, 2020 “Karakterinn í liðinu, að snúa þessu við eftir svona slakan fyrri hálfleik sýnir hugarfarið og getuna í liðinu. Við erum einu skrefi nær markmiðinu okkar,“ sagði Sara að lokum. Eftir sigur kvöldsins er Ísland í 2. sæti með 16 stig eftir sjö leiki. Stelpurnar okkar mæta svo Ungverjalandi ytra þann 1. desember.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Sjá meira
Á ætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26