Eldingum slegið niður í öflugum éljum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2020 16:00 Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu í dag. Eldingarnar á myndinni eru þó útlendar og tengjast fréttinni ekki beint. Vísir/getty Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveðri, að sögn veðurfræðings. Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveður, að sögn veðurfræðings. Íbúar á Suðurnesjum hafa heyrt drunur í þrumum nú síðdegis samhliða því að veður versnar. Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi á Breiðafirði, Faxaflóa, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Áður höfðu viðvaranirnar aðeins verið appelsínugular á Breiðafirði og Faxaflóa. Þar hafa þær þegar tekið gildi en taka ekki gildi á hinum stöðunum fyrr en í kvöld. Viðvaranirnar fram eftir kvöldi.Skjáskot/veðurstofan Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að þrumur og eldingar geti fylgt öflugum éljum líkt og nú ganga yfir. Hann segir þau á Veðurstofunni hafa fengið tilkynningu um eina eldingu og þrumur í Reykjanesbæ en sú elding hafi þó ekki mælst á mælum. Tvær eldingar hafa mælst í Borgarfirði. „Í útlöndum þætti þetta mjög ómerkilegt, þar eru oft hundruð eldinga. Eldingin í Keflavík mældist reyndar ekki en þar heyrðist þruma og svo hafa tvær mælst í Borgarfirði, Íslendingum þykir þetta alltaf svolítið merkilegt,“ segir Teitur. „Þetta er til merkis um hvað þau eru öflug þessi él, þar er mikið uppstreymi sem myndar rafhleðslu sem síðan slær niður.“ Veður hefur verið slæmt á suður- og vesturhluta landsins það sem af er degi en hefur nú tekið að versna síðdegis. Teitur segir að veðrið muni ná hámarki á næstu tveimur tímunum og haldast síðan nokkuð stöðugt fram að miðnætti. „Þá slakar á en verður hálfleiðinlegt veður og éljagangur áfram á morgun,“ segir Teitur. Hefur þú náð myndefni af þrumum og eldingum í dag? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is. Áfram verður fylgst með framgangi veðursins í veðurvaktinni á Vísi í kvöld. Veður Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Nokkrar eldingar hafa mælst í óveðrinu sem nú gengur yfir landið en góð skilyrði hafa orðið til fyrir eldinga- og þrumuveður, að sögn veðurfræðings. Íbúar á Suðurnesjum hafa heyrt drunur í þrumum nú síðdegis samhliða því að veður versnar. Appelsínugular viðvaranir eru nú í gildi á Breiðafirði, Faxaflóa, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Áður höfðu viðvaranirnar aðeins verið appelsínugular á Breiðafirði og Faxaflóa. Þar hafa þær þegar tekið gildi en taka ekki gildi á hinum stöðunum fyrr en í kvöld. Viðvaranirnar fram eftir kvöldi.Skjáskot/veðurstofan Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að þrumur og eldingar geti fylgt öflugum éljum líkt og nú ganga yfir. Hann segir þau á Veðurstofunni hafa fengið tilkynningu um eina eldingu og þrumur í Reykjanesbæ en sú elding hafi þó ekki mælst á mælum. Tvær eldingar hafa mælst í Borgarfirði. „Í útlöndum þætti þetta mjög ómerkilegt, þar eru oft hundruð eldinga. Eldingin í Keflavík mældist reyndar ekki en þar heyrðist þruma og svo hafa tvær mælst í Borgarfirði, Íslendingum þykir þetta alltaf svolítið merkilegt,“ segir Teitur. „Þetta er til merkis um hvað þau eru öflug þessi él, þar er mikið uppstreymi sem myndar rafhleðslu sem síðan slær niður.“ Veður hefur verið slæmt á suður- og vesturhluta landsins það sem af er degi en hefur nú tekið að versna síðdegis. Teitur segir að veðrið muni ná hámarki á næstu tveimur tímunum og haldast síðan nokkuð stöðugt fram að miðnætti. „Þá slakar á en verður hálfleiðinlegt veður og éljagangur áfram á morgun,“ segir Teitur. Hefur þú náð myndefni af þrumum og eldingum í dag? Sendu okkur póst á ritstjorn@visir.is. Áfram verður fylgst með framgangi veðursins í veðurvaktinni á Vísi í kvöld.
Veður Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13 Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59
Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. 26. nóvember 2020 10:13
Björgunarsveitir í startholunum fyrir óveðrið Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi vegna hríðarveðurs. Björgunarsveitarfólk Landsbjargar er vel undirbúið fyrir daginn. 26. nóvember 2020 08:57