Innlent

Veðurvaktin: Veturinn gengur í garð með látum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Öldugangur í miðbæ Reykjavíkur í lægð sem gekk yfir landið í febrúar.
Öldugangur í miðbæ Reykjavíkur í lægð sem gekk yfir landið í febrúar. Vísir/vilhelm

Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins.

Fyrsta alvöru vetrarlægðin, með hríðarveðri, stormi og éljum, gengur nú yfir stærstan hluta landsins. Gular og appelsínugular viðvaranir Veðurstofu eru í gildi fram eftir kvöldi og búast má við því að ferðaveður spillist verulega.

Gert er ráð fyrir hviðum allt að 40 metrum á sekúndu en versta veðrið verður að öllum líkindum á Reykjanesi, sem og á svæðinu frá Þorlákshöfn og allt norður á Snæfellsnes. Hviður gætu farið upp í 40 m/s og skyggni verður víða slæmt.

Vísir mun fylgjast með framgangi óveðursins í dag. Nýjustu fréttir verða fluttar í vaktinni hér fyrir neðan.

Hefur lægðin látið til sín taka þar sem þú átt heima? Sendu okkur myndir og/eða frásögn á ritstjorn@visir.is.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.