BSRB mótmælir aðhaldskröfu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 12:30 Formannaráð BSRB segir að lækkun tryggingargjald á næsta ári sé sambærileg fjárhæð og sá halli sem spítalinn glími við. Vísir/Hanna Formannaráð BSRB segir ótækt að gera aðhaldskröfu í heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar og í kjölfar hans. Þess í stað eigi að auka fjárveitinga í heilbrigðiskerfið. Formannaráð BSRB mótmælir harðlega aðhaldskröfu í rekstri heilbrigðisþjónustu. Þess í stað segir ráðið þörf á því að veita fjármagni í heilbrigðiskerfið og bæta Landspítalanum upp áralangt fjársvelti. Þeta kemur fram í ályktun frá ráðinu sem samþykkt var nú í morgun. Þar er vísað til að með lækkun tryggingargjalds á næsta ári verði ríkið af um fjórum milljörðum króna, sem sé sambærileg fjárhæð og sá halli sem spítalinn glími nú við. „Útgjöld til heilbrigðismála voru hlutfallslega lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum áður en faraldurinn skall á. Undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins er því gamalkunnur vandi sem þarf að vinda ofan af. Heimsfaraldurinn hefur aukið skilning á mikilvægi grunnstoða samfélagsins og augljóst að fjárfesting í heilbrigðisþjónustu og öðrum grunninnviðum er gríðarlega mikilvæg fyrir allt samfélagið,“ segir í ályktuninni. Þar segir enn fremur að starfsfólk almannaþjónustunnar hafi unnið þrekvirki í faraldri nýju kórónuveirunnar og löngu sé tímabært að bæta starfsumhverfi þeirra. Verði ekki horfið frá aðhaldskröfunni gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu starfsfólksins. „Formannaráðið kallar eftir því að starfsfólk í framlínu fái álagsgreiðslur í samræmi við þá áhættu sem það hefur tekið og þau þrekvirki sem það hefur unnið í baráttu við veiruna. Þá þarf að tryggja framlínufólki allan þann stuðning sem nauðsynlegur er til að takast á við líkamlegt og andlegt álag vegna þeirra starfa í baráttunni gegn heimsfaraldrinum.“ Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47 Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Formannaráð BSRB mótmælir harðlega aðhaldskröfu í rekstri heilbrigðisþjónustu. Þess í stað segir ráðið þörf á því að veita fjármagni í heilbrigðiskerfið og bæta Landspítalanum upp áralangt fjársvelti. Þeta kemur fram í ályktun frá ráðinu sem samþykkt var nú í morgun. Þar er vísað til að með lækkun tryggingargjalds á næsta ári verði ríkið af um fjórum milljörðum króna, sem sé sambærileg fjárhæð og sá halli sem spítalinn glími nú við. „Útgjöld til heilbrigðismála voru hlutfallslega lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum áður en faraldurinn skall á. Undirfjármögnun heilbrigðiskerfisins er því gamalkunnur vandi sem þarf að vinda ofan af. Heimsfaraldurinn hefur aukið skilning á mikilvægi grunnstoða samfélagsins og augljóst að fjárfesting í heilbrigðisþjónustu og öðrum grunninnviðum er gríðarlega mikilvæg fyrir allt samfélagið,“ segir í ályktuninni. Þar segir enn fremur að starfsfólk almannaþjónustunnar hafi unnið þrekvirki í faraldri nýju kórónuveirunnar og löngu sé tímabært að bæta starfsumhverfi þeirra. Verði ekki horfið frá aðhaldskröfunni gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu starfsfólksins. „Formannaráðið kallar eftir því að starfsfólk í framlínu fái álagsgreiðslur í samræmi við þá áhættu sem það hefur tekið og þau þrekvirki sem það hefur unnið í baráttu við veiruna. Þá þarf að tryggja framlínufólki allan þann stuðning sem nauðsynlegur er til að takast á við líkamlegt og andlegt álag vegna þeirra starfa í baráttunni gegn heimsfaraldrinum.“
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47 Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Sjá meira
Aðhaldskrafa á spítalann eins og blaut tuska Þjarmað var að Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, vegna niðurskurðarkröfu á Landspítalann í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 24. nóvember 2020 14:47
Gefur fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar falleinkunn BSRB segir nær öll þau störf sem skapa eigi með fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar vera hefðbundin karlastörf. Því sé fyrirsjáanlegt að átakið muni auka á kynjamisrétti. 21. október 2020 12:05