Faðir leikmanns Bayern lék körfubolta á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 15:01 Chris Richards lék sinn fyrsta Meistaradeildarleik þegar Bayern München vann Red Bull Salzburg í gær, 3-1. getty/Alexander Hassenstein Faðir Chris Richards, leikmanns Bayern München, lék körfubolta á Íslandi í kringum aldamótin. Chris Richards, tvítugur Bandaríkjamaður, var í byrjunarliði Bayern München sem sigraði Red Bull Salzburg, 3-1, í Meistaradeild Evrópu í gær. Richards þessi er með skemmtilega Íslandstengingu eins og Kjartan Atli Kjartansson benti á í Meistaradeildarmessunni í gær. Faðir Richards, Ken Richards, lék nefnilega körfubolta hér á Íslandi í kringum aldamótin. Ken Richards lék með Val tímabilið 1998-99 og Breiðabliki tímabilið 2001-02. Hann skoraði 26,4 stig að meðaltali í leik með Valsmönnum og 19,8 stig að meðaltali í leik með Blikum. Í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar 2002 mætti Breiðablik Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Blikar unnu annan leik liðanna í troðfullum Smáranum, 73-70, þar sem Richards skoraði 24 stig og tók nítján fráköst. Til þessa dags er þetta eini sigur karlaliðs Breiðabliks í úrslitakeppni. Njarðvíkingar unnu oddaleikinn gegn Blikum á heimavelli og fóru svo alla leið og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Umfjöllun DV um leik Breiðabliks og Njarðvíkur 2002 þar sem Ken Richards fór mikinn. Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins og einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds, skrifaði um leikinn.úrklippa úr dv 18. mars 2002 Milli ævintýranna á Íslandi eignaðist Ken Richards son sinn, Chris. Hann fæddist í Birmingham í Alabama 28. mars 2000 og er elsta barn hjónanna Ken og Carrie Richards. Faðir hans lék með Birmingham-Southern háskólanum þar í borg á sínum tíma. Ken Richards fór víða á körfuboltaferlinum og lék m.a. í Bólivíu og Ástralíu auk Íslands. Chris Richards lék bæði körfubolta og fótbolta allt fram í menntaskóla en fór á endanum í aðra átt og faðir sinn og valdi fótboltann. Chris Richards fór til FC Dallas 2017 en ári seinna fékk Bayern hann svo á láni. Þýska félagið keypti hann svo í janúar 2019. Richards lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bayern gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni 20. júní síðastliðinn. Richards hefur leikið þrjá deildarleiki fyrir Bayern og spilaði sinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir liðið gegn Salzburg í gær. Hann byrjaði inn á í stöðu vinstri bakvarðar og lék fyrstu 79 mínútur. Richards er miðvörður að upplagi og hefur m.a. verið líkt við Jérome Boateng. Richards hefur leikið fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Panama fyrr í þessum mánuði. Bayern hefur unnið alla leiki sína í A-riðli Meistaradeildarinnar og er komið áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Klippa: Íslandstenging leikmanns Bayern Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira
Chris Richards, tvítugur Bandaríkjamaður, var í byrjunarliði Bayern München sem sigraði Red Bull Salzburg, 3-1, í Meistaradeild Evrópu í gær. Richards þessi er með skemmtilega Íslandstengingu eins og Kjartan Atli Kjartansson benti á í Meistaradeildarmessunni í gær. Faðir Richards, Ken Richards, lék nefnilega körfubolta hér á Íslandi í kringum aldamótin. Ken Richards lék með Val tímabilið 1998-99 og Breiðabliki tímabilið 2001-02. Hann skoraði 26,4 stig að meðaltali í leik með Valsmönnum og 19,8 stig að meðaltali í leik með Blikum. Í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar 2002 mætti Breiðablik Íslandsmeisturum Njarðvíkur. Blikar unnu annan leik liðanna í troðfullum Smáranum, 73-70, þar sem Richards skoraði 24 stig og tók nítján fráköst. Til þessa dags er þetta eini sigur karlaliðs Breiðabliks í úrslitakeppni. Njarðvíkingar unnu oddaleikinn gegn Blikum á heimavelli og fóru svo alla leið og urðu Íslandsmeistarar annað árið í röð. Umfjöllun DV um leik Breiðabliks og Njarðvíkur 2002 þar sem Ken Richards fór mikinn. Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins og einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds, skrifaði um leikinn.úrklippa úr dv 18. mars 2002 Milli ævintýranna á Íslandi eignaðist Ken Richards son sinn, Chris. Hann fæddist í Birmingham í Alabama 28. mars 2000 og er elsta barn hjónanna Ken og Carrie Richards. Faðir hans lék með Birmingham-Southern háskólanum þar í borg á sínum tíma. Ken Richards fór víða á körfuboltaferlinum og lék m.a. í Bólivíu og Ástralíu auk Íslands. Chris Richards lék bæði körfubolta og fótbolta allt fram í menntaskóla en fór á endanum í aðra átt og faðir sinn og valdi fótboltann. Chris Richards fór til FC Dallas 2017 en ári seinna fékk Bayern hann svo á láni. Þýska félagið keypti hann svo í janúar 2019. Richards lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bayern gegn Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni 20. júní síðastliðinn. Richards hefur leikið þrjá deildarleiki fyrir Bayern og spilaði sinn fyrsta Meistaradeildarleik fyrir liðið gegn Salzburg í gær. Hann byrjaði inn á í stöðu vinstri bakvarðar og lék fyrstu 79 mínútur. Richards er miðvörður að upplagi og hefur m.a. verið líkt við Jérome Boateng. Richards hefur leikið fyrir yngri landslið Bandaríkjanna og lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Panama fyrr í þessum mánuði. Bayern hefur unnið alla leiki sína í A-riðli Meistaradeildarinnar og er komið áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Klippa: Íslandstenging leikmanns Bayern Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Dominos-deild karla Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira