Fótbolti

Maradona grátinn á götum Napólí og Búenos Aíres | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Borgarbúar í Búenos Aíres syrgðu Diego Maradona í gær.
Borgarbúar í Búenos Aíres syrgðu Diego Maradona í gær. getty/Muhammed Emin Canik

Diegos Maradona var minnst á götum Napólí og Búenos Aíres í gær. Hann var í guðatölu á báðum stöðum.

Mikill fjöldi fólks safnaðist saman á götum Napólí og Búenos Aíres í gær til að minnast Diegos Maradona. Argentínski snillingurinn lést í gær, sextugur að aldri.

Maradona er í guðatölu í Argentínu og í Napólí á Ítalíu þar sem hann átti sín bestu ár á ferlinum. Hann leiddi Napoli til ítalska meistaratitilsins 1987 og 1990.

Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í Argentínu eftir andlát Maradonas og skólum í Napólí var lokað.

„Maradona var eins og faðir, bróðir, fjölskyldumeðlimur fyrir okkur. Það er eins og einhver í fjölskyldunni hafi dáið og það er eins og hluti af Napólí hafi dáið,“ sagði einn stuðningsmaður Napoli.

Hér fyrir neðan má myndbönd frá Napólí og Búenos Aíres þar sem Maradonas var minnst.

Klippa: Maradona minnst í Napólí
Klippa: Borgarbúar í Napólí syrgja Maradona
Klippa: Maradona minnst á götum Búones Aíres
Klippa: Þjóðarsorg í Argentínu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×