Fótbolti

Maradona á forsíðum blaðanna: Í höndum Guðs og Guð er dauður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Diego Maradona er forsíðum eins ólíkra blaða og L'Equipe og Daily Star. Eins og mörg ensk blöð býður Daily Star upp á fyrirsögnina að Maradona sé nú í höndum Guðs á meðan L'Equipe vitnar í Friedrich Nietzsche og fræg ummæli hans um Guð.
Diego Maradona er forsíðum eins ólíkra blaða og L'Equipe og Daily Star. Eins og mörg ensk blöð býður Daily Star upp á fyrirsögnina að Maradona sé nú í höndum Guðs á meðan L'Equipe vitnar í Friedrich Nietzsche og fræg ummæli hans um Guð. l'equipe/daily star

Diego Maradona er áberandi á forsíðum dagblaða um víða veröld.

Eins og við mátti búast er Diego Maradona áberandi á forsíðum dagblaða víðs vegar um heim. Argentínski snillingurinn lést í gær, sextugur að aldri.

Ensku blöðin bjóða mörg hver upp á svipaða forsíðu, mynd af marki Maradonas gegn Englandi á HM 1986 sem hann skoraði með „hendi Guðs“ og fyrirsögnina að Maradona sé nú í höndum Guðs. Á forsíðu Daily Star er einnig spurt hvar VAR hafi verið í leiknum á HM í Mexíkó fyrir 34 árum.

Á forsíðu franska blaðsins L'Equipe er stór mynd af Maradona með fyrirsögninni Dieu Est Mort, eða Guð er dauður og vísað í fræg ummæli Friedrich Nietzsche.

Maradona ratar einnig á forsíðu Fréttablaðsins en þar er mynd frá grátandi fólki á götum Napólí undir stórri mynd af Argentínumanninum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.