Fótbolti

Klopp tapaði í fyrsta sinn með meira en einu marki Anfi­eld | Fyrsta sinn sem Liver­pool á ekki skot á markið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp sendi þessa fjóra inn til að bjarga málunum í þann mund er Atalanta komst 1-0 yfir. Það gekk ekki eftir að þessu sinni.
Klopp sendi þessa fjóra inn til að bjarga málunum í þann mund er Atalanta komst 1-0 yfir. Það gekk ekki eftir að þessu sinni. Laurence Griffiths/Getty Images

Liverpool tapaði 0-2 gegn Atalanta á Anfield í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Segja má að Englandsmeistararnir hafi átt erfitt uppdráttar.

Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 2-0 fyrir ítalska félaginu Atalanta í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Eftir að hafa unnið leikinn ytra 5-0 þá átti Liverpool vægast sagt erfitt uppdráttar á Anfield í leik liðanna í gær.

Nokkrar breytingar voru gerðar á liði Liverpool og urðu þeir fyrsta félagið til að stilla upp þremur breskum táningum í byrjunarliði síðan Arsenal gerði það gegn Olympiakos árið 2009.

Þeir Curtis Jones, Rhys Williams og Neco Williams fengu allir tækifæri í byrjunarliði Englandsmeistaranna í gærkvöldi. Þá fékk grikkinn Kostas Tsimikas tækifæri í vinstri bakverðinum.

Varnarleikur Liverpool hefur verið betri en liðið tapaði með meira en eins marks mun í fyrsta sinn undir stjórn Jürgen Klopp. Alls eru 137 leikir síðan Liverpool tapaði 3-0 á Anfield gegn West Ham United. Var sá leikur í ágúst árið 2015.

Þá var Brendan Rodgers enn stjóri Liverpool. Hann stýrir í dag Leicester City eftir að hafa fært sig um set til Skotlands og stýrt Celtic til sigurs í skosku úrvalsdeildini

Eftir að Atalanta komst yfir í gær var ljóst að Liverpool myndi aldrei jafna metin, allavega ef horft er á tölfræði leiksins. Til að skora mark þarf að koma knettinum á markið og það gerði Liverpool ekki.

Er þetta í fyrsta sinn síðan tölfræðisíðan Opta hóf mælingar (tímabilið 2003/2004) að Liverpool á ekki skot á mark andstæðinganna í Meistaradeild Evrópu.

Liverpool trónir enn á toppi riðilsins í Meistaradeildinni með níu stig. Atalanta og Ajax koma þar á eftir með sjö stig þegar tveir leikir eru eftir.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.