Trump náðar fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2020 21:30 Donald Trump ásamt Michael Flynn á kosningafundi árið 2016. Getty. Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. Flynn játaði í tvígang að hafa logið að alríkislögreglumönnum um samskipti sín við rússneskan sendiherra áður en Trump tók við völdum. Trump tilkynnti um náðunina á Twitter í kvöld þar sem hann skrifa að það sé mikill heiður að greina umheiminum frá því að Flynn hafi verið náðaður. Óskar hann Flynn og fjölskyldu gleðilegrar þakkagjörðarhátíðar í leiðinni. It is my Great Honor to announce that General Michael T. Flynn has been granted a Full Pardon. Congratulations to @GenFlynn and his wonderful family, I know you will now have a truly fantastic Thanksgiving!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 25, 2020 Greint var frá því í dag að Trump hefði þetta í hyggju en mál Flynn hefur velkst um fyrir alríkisdómstól eftir að dómsmálaráðuneyti Trump ákvað óvænt að draga til baka ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafanum í maí. Dómarinn í málinu lagðist gegn því. Nær fordæmalaust er sagt að ráðuneytið felli niður ákæru í máli þar sem játning liggur fyrir. Saksóknarar ráðuneytisins voru sagðir ósáttir við ákvörðunina og telja hana benda til pólitískra afskipta. Fráfarandi Bandaríkjaforsetar hafa stundum nýtt lokadaga sína í embætti til þess að náða fólk. Bill Clinton sætti harðri gagnrýni þegar hann náðaði auðugan kaupsýslumann sem hafði látið fé af hendi rakna til Demókrataflokksins rétt áður en hann yfirgaf Hvíta húsið. Áður hefur Trump náðað eða mildað refsingu yfir bandamönnum sínum. Hann mildaði dóm yfir Roger Stone, vini sínum og ráðgjafa, sem var dæmdur sekur fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal að ógna vitni. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagður ætla að náða fyrrverandi ráðgjafa sinn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, er á meðal nokkurra einstaklinga sem Donald Trump, fráfarandi forseti, er sagður ætla að náða á síðustu vikum sínum í embætti. 25. nóvember 2020 10:31 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Barr vinnur sigur í máli Flynn og samþykkir að mæta fyrir dómsmálanefnd Bandarískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að dómarinn í máli ríkisins gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, mætti ekki skoða af hverju Dómsmálaráðuneytið hefði ákveðið að fella málið gegn Flynn niður, jafnvel þó Flynn hafi tvívegis játað brot sitt. 25. júní 2020 08:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira
Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann hafi náðað Michael J. Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa hans. Flynn játaði í tvígang að hafa logið að alríkislögreglumönnum um samskipti sín við rússneskan sendiherra áður en Trump tók við völdum. Trump tilkynnti um náðunina á Twitter í kvöld þar sem hann skrifa að það sé mikill heiður að greina umheiminum frá því að Flynn hafi verið náðaður. Óskar hann Flynn og fjölskyldu gleðilegrar þakkagjörðarhátíðar í leiðinni. It is my Great Honor to announce that General Michael T. Flynn has been granted a Full Pardon. Congratulations to @GenFlynn and his wonderful family, I know you will now have a truly fantastic Thanksgiving!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 25, 2020 Greint var frá því í dag að Trump hefði þetta í hyggju en mál Flynn hefur velkst um fyrir alríkisdómstól eftir að dómsmálaráðuneyti Trump ákvað óvænt að draga til baka ákæru á hendur fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafanum í maí. Dómarinn í málinu lagðist gegn því. Nær fordæmalaust er sagt að ráðuneytið felli niður ákæru í máli þar sem játning liggur fyrir. Saksóknarar ráðuneytisins voru sagðir ósáttir við ákvörðunina og telja hana benda til pólitískra afskipta. Fráfarandi Bandaríkjaforsetar hafa stundum nýtt lokadaga sína í embætti til þess að náða fólk. Bill Clinton sætti harðri gagnrýni þegar hann náðaði auðugan kaupsýslumann sem hafði látið fé af hendi rakna til Demókrataflokksins rétt áður en hann yfirgaf Hvíta húsið. Áður hefur Trump náðað eða mildað refsingu yfir bandamönnum sínum. Hann mildaði dóm yfir Roger Stone, vini sínum og ráðgjafa, sem var dæmdur sekur fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal að ógna vitni.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump sagður ætla að náða fyrrverandi ráðgjafa sinn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, er á meðal nokkurra einstaklinga sem Donald Trump, fráfarandi forseti, er sagður ætla að náða á síðustu vikum sínum í embætti. 25. nóvember 2020 10:31 Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33 Barr vinnur sigur í máli Flynn og samþykkir að mæta fyrir dómsmálanefnd Bandarískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að dómarinn í máli ríkisins gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, mætti ekki skoða af hverju Dómsmálaráðuneytið hefði ákveðið að fella málið gegn Flynn niður, jafnvel þó Flynn hafi tvívegis játað brot sitt. 25. júní 2020 08:10 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Sjá meira
Trump sagður ætla að náða fyrrverandi ráðgjafa sinn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, er á meðal nokkurra einstaklinga sem Donald Trump, fráfarandi forseti, er sagður ætla að náða á síðustu vikum sínum í embætti. 25. nóvember 2020 10:31
Trump krefst þess að Barr rannsaki Biden Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur kallað eftir því að hinn umdeildi dómsmálaráðherra William Barr hefji rannsókn á Joe Biden, mótframbjóðanda Trump og syni hans Hunter Biden. 20. október 2020 22:33
Barr vinnur sigur í máli Flynn og samþykkir að mæta fyrir dómsmálanefnd Bandarískur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í gær að dómarinn í máli ríkisins gegn Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, mætti ekki skoða af hverju Dómsmálaráðuneytið hefði ákveðið að fella málið gegn Flynn niður, jafnvel þó Flynn hafi tvívegis játað brot sitt. 25. júní 2020 08:10