Skotar fyrstir í heimi til að boða gjaldfrjálsa túrtappa og dömubindi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 21:30 Skotar hafa samþykkt lög sem kveða á um að öllum þeim sem á þurfi að halda verði tryggðar gjaldfrjálsar tíðarvörur. Getty Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Það var Monica Lennon, þingkona Verkamannaflokksins, sem lagði fram frumvarpið en hún hefur frá árinu 2016 barist fyrir því að binda endi á svokallaða „blæðinga-fátækt“ (e. period poverty). Hún segir löggjöfina „praktíska og framsækna“ sem ekki sé síður áríðandi nú á tímum heimsfaraldurs. „Blæðingar hætta ekki þrátt fyrir heimsfaraldur og vinnan að því að bæta aðgengi að nauðsynlegum túrtöppum, dömubindum og margnota tíðarvörum hefur aldrei áður verið mikilvægari,“ er haft eftir Lennon í frétt BBC. „Blæðinga-fátækt,“ vísar til þeirra sem ekki hafa efni á að kaupa nauðsynlegar tíðarvörur sökum lágra tekna. Sé miðað við að blæðingar standi að jafnaði yfir í fimm daga má ætla að kostnaður vegna tíðarvara í hverjum tíðarhring nemi allt að átta pundum samkvæmt frétt BBC, eða um 1.450 íslenskum krónum. Samkvæmt rannsókn sem náði til ríflega tvö þúsund þátttakenda sögðust einn af hverjum fjórum þátttakendum sem stunda nám í framhalds- eða háskóla eiga erfitt með að leggja út fyrir tíðarvörum. Samkvæmt sömu rannsókn hafa 10% stúlkna á Bretlandi ekki efni á tíðarvörum, 15% segjast eiga erfitt með að leggja út fyrir slíkum vörum og 19% segjast kaupa óhentugri en ódýrari vöru í ljósi kostnaðar þeirrar vöru sem þær vildu heldur nota. Finna fyrir skömm Auk þess að tryggja gjaldfrjálsar tíðarvörur er frumvarpinu ætlað að taka á fordómum gegn blæðingum. Rannsakendur segja þetta vandamál einkum eiga við um ungar stúlkur en samkvæmt rannsókninni höfðu 71% stúlkna á aldrinum 14-21 árs fundið fyrir skömm við það að kaupa tíðarvörur. Líkt og áður segir leggur frumvarpið þá skyldu á herðar 32 sveitarstjórnum í Skotlandi að tryggja öllum sem á þurfa að halda aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum. Það verður síðan undir hverju sveitarfélagi fyrir sig komið að ákveða með hvaða hætti þetta aðgengi verður tryggt. Þessi nýju lög í Skotlandi hafa vakið umræðu víðar um heim, meðal annars í Danmörku en Danska ríkisútvarpið hélt úti umræðuþræði í beinni útsendingu á vef sínum í kvöld um það hvort tíðarvörur ættu að vera gjaldfrjálsar í Danmörku þar sem lesendum gafst tækifæri til að senda inn spurningar og taka þátt í umræðunni. Alþingi samþykkti í fyrra frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á tíðavörur og getnaðarvarnir úr efra þrepi niður í það neðra og tóku lögin þegar gildi. Skattar og tollar Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Skoska þingið samþykkti samhljóða í gær frumvarp sem kveður á um að sveitarfélög verði að tryggja „öllum þeim sem á þurfa að halda“ tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst. Það var Monica Lennon, þingkona Verkamannaflokksins, sem lagði fram frumvarpið en hún hefur frá árinu 2016 barist fyrir því að binda endi á svokallaða „blæðinga-fátækt“ (e. period poverty). Hún segir löggjöfina „praktíska og framsækna“ sem ekki sé síður áríðandi nú á tímum heimsfaraldurs. „Blæðingar hætta ekki þrátt fyrir heimsfaraldur og vinnan að því að bæta aðgengi að nauðsynlegum túrtöppum, dömubindum og margnota tíðarvörum hefur aldrei áður verið mikilvægari,“ er haft eftir Lennon í frétt BBC. „Blæðinga-fátækt,“ vísar til þeirra sem ekki hafa efni á að kaupa nauðsynlegar tíðarvörur sökum lágra tekna. Sé miðað við að blæðingar standi að jafnaði yfir í fimm daga má ætla að kostnaður vegna tíðarvara í hverjum tíðarhring nemi allt að átta pundum samkvæmt frétt BBC, eða um 1.450 íslenskum krónum. Samkvæmt rannsókn sem náði til ríflega tvö þúsund þátttakenda sögðust einn af hverjum fjórum þátttakendum sem stunda nám í framhalds- eða háskóla eiga erfitt með að leggja út fyrir tíðarvörum. Samkvæmt sömu rannsókn hafa 10% stúlkna á Bretlandi ekki efni á tíðarvörum, 15% segjast eiga erfitt með að leggja út fyrir slíkum vörum og 19% segjast kaupa óhentugri en ódýrari vöru í ljósi kostnaðar þeirrar vöru sem þær vildu heldur nota. Finna fyrir skömm Auk þess að tryggja gjaldfrjálsar tíðarvörur er frumvarpinu ætlað að taka á fordómum gegn blæðingum. Rannsakendur segja þetta vandamál einkum eiga við um ungar stúlkur en samkvæmt rannsókninni höfðu 71% stúlkna á aldrinum 14-21 árs fundið fyrir skömm við það að kaupa tíðarvörur. Líkt og áður segir leggur frumvarpið þá skyldu á herðar 32 sveitarstjórnum í Skotlandi að tryggja öllum sem á þurfa að halda aðgengi að gjaldfrjálsum tíðarvörum. Það verður síðan undir hverju sveitarfélagi fyrir sig komið að ákveða með hvaða hætti þetta aðgengi verður tryggt. Þessi nýju lög í Skotlandi hafa vakið umræðu víðar um heim, meðal annars í Danmörku en Danska ríkisútvarpið hélt úti umræðuþræði í beinni útsendingu á vef sínum í kvöld um það hvort tíðarvörur ættu að vera gjaldfrjálsar í Danmörku þar sem lesendum gafst tækifæri til að senda inn spurningar og taka þátt í umræðunni. Alþingi samþykkti í fyrra frumvarp um lækkun virðisaukaskatts á tíðavörur og getnaðarvarnir úr efra þrepi niður í það neðra og tóku lögin þegar gildi.
Skattar og tollar Heilbrigðismál Jafnréttismál Félagsmál Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira