Innlent

Árni Þór afhenti Pútín trúnaðarbréf

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Árni Þór Sigurðsson, sá er skartar rauðu bindi á meðfylgjandi mynd, var á meðal sendiherra nítján ríkja sem afhentu trúnaðarbréf sín við hátíðlega athöfn í Kremlarhöll í Moskvu í gær.
Árni Þór Sigurðsson, sá er skartar rauðu bindi á meðfylgjandi mynd, var á meðal sendiherra nítján ríkja sem afhentu trúnaðarbréf sín við hátíðlega athöfn í Kremlarhöll í Moskvu í gær.

Árni Þór Sigurðsson afhenti Vladimír Pútín Rússlandsforseta trúnaðarbréf sitt í gær sem sendiherra Íslands gagnvart Rússlandi. Árni Þór var á meðal sendiherra nítján ríkja sem afhentu trúnaðarbréf sín við hátíðlega athöfn sem fram fór í Kremlarhöll í Moskvu í gær. Pútín kveðst vilja styrkja enn frekar tengslin við Ísland.

Pútín flutti ávarp við tilefnið þar sem hann fjallaði stuttlega um samskipti Rússlands og hvers ríkis.

„Í umfjöllun sinni um samskipti Íslands og Rússlands sagðist Vladimír Pútín vilja styrkja enn frekar tengslin við Ísland, bæði tvíhliða og í gegnum svæðisbundna samvinnu. Nefndi hann sérstaklega að Ísland færi nú með formennsku í Norðurskautsráðinu og myndi afhenda Rússlandi formennskukeflið næsta vor. Þá gat hann um mikilvægt samstarf á sviði hátækni og þróunar á sviði sjávarútvegs og nýtingar sjávarafurða, hönnunar fiskiskipa og að á sviði jarðhita og landbúnaðar væru einnig tækifæri,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×