Kaldhæðni örlaganna að fá fyrsta vetrarstorminn þegar björgunarþyrlur verða ekki til taks Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 15:24 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar. vísir/vilhelm „Það er ekkert sem réttlætir það að björgunarþyrlur séu ekki tiltækar,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Líkt og fram hefur til komið verður frá miðnætti engin þyrla laus í útköll næstu tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu þeirra við ríkið hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur í dag. Albertína sagði ábyrgð ríkisvaldsins mikla og að kalla megi það kaldhæðni örlaganna að í kvöld sé varað við fyrsta vetrarstorminum. „Viðvaranir Veðurstofunnar hafa eflaust vakið ugg í brjósti þeirra fjölmörgu sem lifðu storm eftir storm síðasta vetur og óttast eðlilega að það versta.“ Í máli Albertínu kom fram að Landhelgisgæslan hafi farið í 280 útköll á síðasta ári. „Tveir þriðju þeirra voru vegna alvarlegra slysa eða veikinda og þriðjungur vegna björgunaraðgerða sem þýðir að það eru um 63% líkur á útkalli næstu tvo daga,“ sagði Albertína. Frá miðnætti verða þyrlur Landhelgisgæslunnar ekki til taks í tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja.Vísir/Vilhelm Þetta sé óásættanleg staða sem kalli á heildarumræðu um skipulag almannavarna í landinu. „Þá verðum við að spyrja okkur hvort eðlilegt sé að allt viðbragðskerfið sé staðsett á höfuðborgarsvæðinu og skoða það vandlega hvort réttast væri að dreifa viðbragðsaðilum um landið til að stytta viðbragðstíma þeirra,“ sagði Albertína. „Við búum í dreifbýlu landi með fjölmörgum fjallvegum. Við búum í landi sem byggir á sjósókn og ef vel ætti að vera ættum við að hafa að minnsta kosti þrjár þyrlur til taks.“ Alþingi Kjaramál Landhelgisgæslan Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
„Það er ekkert sem réttlætir það að björgunarþyrlur séu ekki tiltækar,“ sagði Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. Líkt og fram hefur til komið verður frá miðnætti engin þyrla laus í útköll næstu tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni. Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu þeirra við ríkið hjá ríkissáttasemjara klukkan fjögur í dag. Albertína sagði ábyrgð ríkisvaldsins mikla og að kalla megi það kaldhæðni örlaganna að í kvöld sé varað við fyrsta vetrarstorminum. „Viðvaranir Veðurstofunnar hafa eflaust vakið ugg í brjósti þeirra fjölmörgu sem lifðu storm eftir storm síðasta vetur og óttast eðlilega að það versta.“ Í máli Albertínu kom fram að Landhelgisgæslan hafi farið í 280 útköll á síðasta ári. „Tveir þriðju þeirra voru vegna alvarlegra slysa eða veikinda og þriðjungur vegna björgunaraðgerða sem þýðir að það eru um 63% líkur á útkalli næstu tvo daga,“ sagði Albertína. Frá miðnætti verða þyrlur Landhelgisgæslunnar ekki til taks í tvo sólarhringa vegna verkfalls flugvirkja.Vísir/Vilhelm Þetta sé óásættanleg staða sem kalli á heildarumræðu um skipulag almannavarna í landinu. „Þá verðum við að spyrja okkur hvort eðlilegt sé að allt viðbragðskerfið sé staðsett á höfuðborgarsvæðinu og skoða það vandlega hvort réttast væri að dreifa viðbragðsaðilum um landið til að stytta viðbragðstíma þeirra,“ sagði Albertína. „Við búum í dreifbýlu landi með fjölmörgum fjallvegum. Við búum í landi sem byggir á sjósókn og ef vel ætti að vera ættum við að hafa að minnsta kosti þrjár þyrlur til taks.“
Alþingi Kjaramál Landhelgisgæslan Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira