Boðað til fundar í aðdraganda þyrlulausra daga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2020 13:29 Frá samningafundur ríkisins og flugvirkja Landhelgisgæslunnar á mánudag. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni við ríkið klukkan fjögur í dag. Fundinum er áætlaður einn og hálfur tími samkvæmt dagskrá á vef Ríkissáttasemjara. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem hafði frumkvæði að boðun fundarins eftir að hafa rætt við formenn samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins. Síðast var fundað í deilunni á mánudag en verkfall hefur staðið yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan er með þrjár þyrlur á sínum snærum. TF Líf, Gró og Eir. Líf og Eir hafa verið óhreifðar síðan verkfallið hófst. Líf hefur verið í viðhaldi lengi og stendur til að selja hana. Eir var í viðhaldsskoðun þegar verkfallið skall á. Á miðnætti í kvöld þarf Gró að fara í viðhald vegna uppsafnaðs flugtíma. Þyrlan úr leik næstu tvo daga Spilmenn hjá Landhelgisgæslunni eru jafnframt flugvirkjar munu sinna viðhaldi á Gró. Þeir tilheyra þyrluáhöfninni og því undanþegnir verkfalli. Úttekt á vélinni tekur alla jafna tvo sólarhringa og því verður engin þyrla laus í útköll í tvo sólarhringa frá miðnætti. Jafnvel þótt samningar næðust í dag er ljóst að þyrlan yrði ekki til taks. Væru flugvirkjar ekki í verkfalli væri hins vegar viðhaldi á Eir lokið og sú þyrla til taks. Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands og þeirra áhrifa sem það hefur á öryggi landsmanna, hvort sem er á sjó eða landi. Þrjú félög sjómanna- og vélstjóra segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum mikla vanvirðingu. Mikil samstaða er meðal flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni um verkfallsaðgerðir. Þannig samþykktu 14 af 18 verkfallsaðgerðir, tveir voru á móti og tveir tóku ekki afstöðu. Flugvirkjum hjá Landhelgisgæslunni lýst ekki á að skorið verði á tengsl kjarasamnings þeirra hjá Landhelgisgæslunni við aðalkjarasamning Flugvirkjafélags Íslands, sem er við SA og Icelandair. Tæplega 1,8 milljón á mánuði „Aðalkjarasamningur Flugvirkjafélagsins er sniðin að störfum flugvirkja og hann hefur þróast í 50 ár með störfum flugvirkja. Samningurinn sem liggur á borðin af hálfu ríkisins er ekki slíkur samningur. Hann byggir ekki á sömu ákvæðum og greinum sem við þurfum í okkar umhverfi,“ sagði Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, í samtali við Spegilinn í gær. Meðalheildarlaun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni voru í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði að því er fram kom í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar til fréttastofu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hefur kallað eftir því að menn sýni ábyrgð í viðræðum. „Þetta er fyrst og fremst erfitt þar sem um er að ræða neyðarþjónustu og þetta getur verið spursmál um mannslíf. Ég vona bara að menn sýni ábyrgð og geri sér grein fyrir þeim skyldum sem á þeim hvíla gagnvart þjóðinni allri, sér í lagi eins og ástandið er núna,“ sagði Georg. Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. 24. nóvember 2020 12:28 Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni við ríkið klukkan fjögur í dag. Fundinum er áætlaður einn og hálfur tími samkvæmt dagskrá á vef Ríkissáttasemjara. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sem hafði frumkvæði að boðun fundarins eftir að hafa rætt við formenn samninganefndar Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins. Síðast var fundað í deilunni á mánudag en verkfall hefur staðið yfir frá 5. nóvember. Landhelgisgæslan er með þrjár þyrlur á sínum snærum. TF Líf, Gró og Eir. Líf og Eir hafa verið óhreifðar síðan verkfallið hófst. Líf hefur verið í viðhaldi lengi og stendur til að selja hana. Eir var í viðhaldsskoðun þegar verkfallið skall á. Á miðnætti í kvöld þarf Gró að fara í viðhald vegna uppsafnaðs flugtíma. Þyrlan úr leik næstu tvo daga Spilmenn hjá Landhelgisgæslunni eru jafnframt flugvirkjar munu sinna viðhaldi á Gró. Þeir tilheyra þyrluáhöfninni og því undanþegnir verkfalli. Úttekt á vélinni tekur alla jafna tvo sólarhringa og því verður engin þyrla laus í útköll í tvo sólarhringa frá miðnætti. Jafnvel þótt samningar næðust í dag er ljóst að þyrlan yrði ekki til taks. Væru flugvirkjar ekki í verkfalli væri hins vegar viðhaldi á Eir lokið og sú þyrla til taks. Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands og þeirra áhrifa sem það hefur á öryggi landsmanna, hvort sem er á sjó eða landi. Þrjú félög sjómanna- og vélstjóra segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum mikla vanvirðingu. Mikil samstaða er meðal flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni um verkfallsaðgerðir. Þannig samþykktu 14 af 18 verkfallsaðgerðir, tveir voru á móti og tveir tóku ekki afstöðu. Flugvirkjum hjá Landhelgisgæslunni lýst ekki á að skorið verði á tengsl kjarasamnings þeirra hjá Landhelgisgæslunni við aðalkjarasamning Flugvirkjafélags Íslands, sem er við SA og Icelandair. Tæplega 1,8 milljón á mánuði „Aðalkjarasamningur Flugvirkjafélagsins er sniðin að störfum flugvirkja og hann hefur þróast í 50 ár með störfum flugvirkja. Samningurinn sem liggur á borðin af hálfu ríkisins er ekki slíkur samningur. Hann byggir ekki á sömu ákvæðum og greinum sem við þurfum í okkar umhverfi,“ sagði Guðmundur Úlfar Jónsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, í samtali við Spegilinn í gær. Meðalheildarlaun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni voru í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði að því er fram kom í skriflegu svari Landhelgisgæslunnar til fréttastofu. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hefur kallað eftir því að menn sýni ábyrgð í viðræðum. „Þetta er fyrst og fremst erfitt þar sem um er að ræða neyðarþjónustu og þetta getur verið spursmál um mannslíf. Ég vona bara að menn sýni ábyrgð og geri sér grein fyrir þeim skyldum sem á þeim hvíla gagnvart þjóðinni allri, sér í lagi eins og ástandið er núna,“ sagði Georg.
Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. 24. nóvember 2020 12:28 Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41
Lög á verkfall flugvirkja ekki til umræðu Dómsmálaráðherra ræddi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um framhaldið en ráðherra hyggur á fund með Landhelgisgæslunni í dag. 24. nóvember 2020 12:28
Fundi slitið og engin þyrla til taks næstu tvo daga Fundi samninganefnda Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins vegna kjaradeilu flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni lauk án niðurstöði á fimmta tímanum í dag. 23. nóvember 2020 17:37