Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2020 12:00 Ingibjörg Sigurðardóttir lék í 1-0 sigrinum gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári en bendir á að íslenska liðið nú sé nokkuð breytt síðan þá. vísir/vilhelm „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec, skammt frá Bratislava, á morgun í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM. Með sigri á morgun, og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag, gæti Ísland komist beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Það veltur þó á úrslitum í öðrum riðlum. Ingibjörg stefnir ótrauð á EM og telur að Ísland verði með enn öflugra lið í lokakeppninni en núna, komist liðið þangað: Rætt á fyrsta fundi en svo ekki aftur „Markmiðið er að fara beint á EM en eftir að við töpuðum á móti Svíum [2-0 í síðasta mánuði] er þetta ekki alveg í okkar höndum. En við ætlum að klára okkar leiki. Við töluðum aðeins um það á fyrsta fundinum hérna úti hverjir möguleikar okkar væru en sögðum svo líka að það yrði í síðasta skipti í ferðinni sem við myndum ræða þá. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo sjáum við bara hvernig önnur úrslit verða.“ Ingibjörg lék á EM í Hollandi sumarið 2017 og vill ólm endurtaka leikinn: „Mér finnst ég líka aðeins meira undirbúin fyrir það núna. Það situr líka í manni að hafa ekki klárað það að komast á HM síðast, svo það er klárlega mikill vilji til að komast á EM. Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því. Við erum með flottan hóp, og ungu stelpurnar að koma inn, svo ég held að á þeim tímapunkti sem að EM er verðum við með enn betra lið. Við eigum að vera þar, finnst mér.“ Klippa: Ingibjörg um EM í Englandi Ingibjörg hefur átt afar góðu gengi að fagna með Vålerenga í Noregi og á meðan að margir leikmenn í íslenska liðinu hafa lítið eða ekkert spilað undanfarnar vikur hefur hún haft í nógu að snúast. Miðvörðurinn frá Grindavík hefur skorað fjögur mörk á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Gæti unnið tvo titla og komist á EM í desember Vålerenga getur í desember tryggt sér norska meistaratitilinn, með sigri á Arna-Björnar í lokaumferðinni, leikur bikarúrslitaleik við Lilleström og mætir Bröndby í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Það er búin að vera mikil törn hjá okkur, tveir leikir á viku síðustu vikurnar. Það er fínt að vera í takti, búin að spila marga leiki, og auðvitað allt öðruvísi en það sem stelpurnar hafa þurft að eiga við heima á Íslandi. En þær eru búnar að æfa vel saman,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Þetta er búið að vera langt en skemmtilegt tímabil og núna í desember koma svo allir mikilvægustu leikirnir. Ég get ekki beðið eftir að klára þetta og vonandi með því að fá eitthvað enn meira út úr tímabilinu.“ Klippa: Ingibjörg um úrslitaleikina hjá Vålerenga EM 2021 í Englandi Norski boltinn Tengdar fréttir Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
„Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. Ísland mætir Slóvakíu í bænum Senec, skammt frá Bratislava, á morgun í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM. Með sigri á morgun, og gegn Ungverjalandi í lokaleiknum á þriðjudag, gæti Ísland komist beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Það veltur þó á úrslitum í öðrum riðlum. Ingibjörg stefnir ótrauð á EM og telur að Ísland verði með enn öflugra lið í lokakeppninni en núna, komist liðið þangað: Rætt á fyrsta fundi en svo ekki aftur „Markmiðið er að fara beint á EM en eftir að við töpuðum á móti Svíum [2-0 í síðasta mánuði] er þetta ekki alveg í okkar höndum. En við ætlum að klára okkar leiki. Við töluðum aðeins um það á fyrsta fundinum hérna úti hverjir möguleikar okkar væru en sögðum svo líka að það yrði í síðasta skipti í ferðinni sem við myndum ræða þá. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo sjáum við bara hvernig önnur úrslit verða.“ Ingibjörg lék á EM í Hollandi sumarið 2017 og vill ólm endurtaka leikinn: „Mér finnst ég líka aðeins meira undirbúin fyrir það núna. Það situr líka í manni að hafa ekki klárað það að komast á HM síðast, svo það er klárlega mikill vilji til að komast á EM. Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því. Við erum með flottan hóp, og ungu stelpurnar að koma inn, svo ég held að á þeim tímapunkti sem að EM er verðum við með enn betra lið. Við eigum að vera þar, finnst mér.“ Klippa: Ingibjörg um EM í Englandi Ingibjörg hefur átt afar góðu gengi að fagna með Vålerenga í Noregi og á meðan að margir leikmenn í íslenska liðinu hafa lítið eða ekkert spilað undanfarnar vikur hefur hún haft í nógu að snúast. Miðvörðurinn frá Grindavík hefur skorað fjögur mörk á sínu fyrsta tímabili í Noregi. Gæti unnið tvo titla og komist á EM í desember Vålerenga getur í desember tryggt sér norska meistaratitilinn, með sigri á Arna-Björnar í lokaumferðinni, leikur bikarúrslitaleik við Lilleström og mætir Bröndby í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. „Það er búin að vera mikil törn hjá okkur, tveir leikir á viku síðustu vikurnar. Það er fínt að vera í takti, búin að spila marga leiki, og auðvitað allt öðruvísi en það sem stelpurnar hafa þurft að eiga við heima á Íslandi. En þær eru búnar að æfa vel saman,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Þetta er búið að vera langt en skemmtilegt tímabil og núna í desember koma svo allir mikilvægustu leikirnir. Ég get ekki beðið eftir að klára þetta og vonandi með því að fá eitthvað enn meira út úr tímabilinu.“ Klippa: Ingibjörg um úrslitaleikina hjá Vålerenga
EM 2021 í Englandi Norski boltinn Tengdar fréttir Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01
Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01
Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03