Fótbolti

Sjáðu þrumufleyg Fernandes, dramatískt sigurmark Juventus og mörk Hålands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bruno Fernandes fagnar eftir að hafa komið Manchester United yfir gegn Istanbul Basaksehir með glæsilegu marki.
Bruno Fernandes fagnar eftir að hafa komið Manchester United yfir gegn Istanbul Basaksehir með glæsilegu marki. getty/Matthew Peters

Átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í gær en leikið var í E-H riðlum.

Bruno Fernandes skoraði tvö mörk þegar Manchester United sigraði Istanbul Basaksehir í H-riðli, 4-1. Fyrra mark hans var glæsilegt en hann skoraði þá með þrumuskoti fyrir utan vítateig.

United er á toppi H-riðils með níu stig og nægir eitt stig úr síðustu tveimur leikjum sínum í riðlakeppninni til að komast áfram í sextán liða úrslit.

Juventus tryggði sér farseðilinn í sextán liða úrslitin með dramatískum 2-1 sigri á Ferencváros á heimavelli. Álvaro Morata skoraði sigurmark ítölsku meistaranna þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Juventus er með níu stig í G-riðli, einu stigi á eftir toppliði Barcelona sem vann 0-4 útisigur á Dynamo Kiev.

Erling Håland halda engin bönd þessa dagana og hann skoraði tvívegis þegar Borussia Dortmund vann Club Brugge, 3-0, á Westfalen leikvanginum í F-riðli. Håland er markahæstur í Meistaradeildinni í vetur með sex mörk.

Mörkin úr leikjum United og Istanbul, Juventus og Ferencváros og Dortmund og Club Brugge má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Man. Utd. 4-1 Istanbul Basaksehir
Klippa: Juventus 2-1 Ferencváros
Klippa: Borussia Dortmund 3-0 Club Brugge

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.