Flytja mann með þyrlu til Reykjavíkur vegna vinnuslyss Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. nóvember 2020 18:09 Aðeins ein þyrla Landhelgisgæslunnar er flughæf sem stendur. Vísir/Vilhelm Uppfært klukkan 18:20: Meiðsli þeirra sem lentu í umferðarslysinu voru ekki jafn alvarleg og talið var í fyrstu. Því verður sá sem lenti í vinnuslysinu fluttur með þyrlunni frá Selfossflugvelli á Landspítalann, samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli nú fyrir skömmu til að bregðast við útkalli vegna vinnuslyss á Suðurlandi. Stuttu síðar barst önnur beiðni um liðsinni þyrlusveitarinnar vegna umferðarslyss undir Ingólfsfjalli. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Hann segir að ráðgert hafi verið að þyrlan myndi fljúga til móts við sjúkrabíl og lenda á Selfossflugvelli vegna fyrra útkallsins sem barst. Í ljósi þess að annað útkall hafi borist verði hins vegar að meta aðstæður, en að svo stöddu ekki liggur fyrir hvernig aðgerðum gæslunnar verður háttað. Þyrlan sem nú er flogið á Suðurland er eina flughæfa þyrla Landhelgisgæslunnar sem stendur, en vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni stendur nú yfir. Ásgeir kveðst ekki geta fullyrt að hægt hefði verið að senda út tvær þyrlur ef vinnustöðvunin stæði ekki yfir. „Staðan er sú að það er ein þyrla og tvö útköll á sama tíma. Það vill svo til að þetta er á svipuðum slóðum og fyrirkomulagið verður bara metið, hvernig flutningi verður háttað,“ segir Ásgeir. Fyrr í dag flaug þyrlan á Suðurland og flutti mann til Reykjavíkur sem lent hafði í vinnuslysi í Biskupstungum. Landhelgisgæslan Vinnuslys Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Uppfært klukkan 18:20: Meiðsli þeirra sem lentu í umferðarslysinu voru ekki jafn alvarleg og talið var í fyrstu. Því verður sá sem lenti í vinnuslysinu fluttur með þyrlunni frá Selfossflugvelli á Landspítalann, samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar. Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli nú fyrir skömmu til að bregðast við útkalli vegna vinnuslyss á Suðurlandi. Stuttu síðar barst önnur beiðni um liðsinni þyrlusveitarinnar vegna umferðarslyss undir Ingólfsfjalli. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við Vísi. Hann segir að ráðgert hafi verið að þyrlan myndi fljúga til móts við sjúkrabíl og lenda á Selfossflugvelli vegna fyrra útkallsins sem barst. Í ljósi þess að annað útkall hafi borist verði hins vegar að meta aðstæður, en að svo stöddu ekki liggur fyrir hvernig aðgerðum gæslunnar verður háttað. Þyrlan sem nú er flogið á Suðurland er eina flughæfa þyrla Landhelgisgæslunnar sem stendur, en vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni stendur nú yfir. Ásgeir kveðst ekki geta fullyrt að hægt hefði verið að senda út tvær þyrlur ef vinnustöðvunin stæði ekki yfir. „Staðan er sú að það er ein þyrla og tvö útköll á sama tíma. Það vill svo til að þetta er á svipuðum slóðum og fyrirkomulagið verður bara metið, hvernig flutningi verður háttað,“ segir Ásgeir. Fyrr í dag flaug þyrlan á Suðurland og flutti mann til Reykjavíkur sem lent hafði í vinnuslysi í Biskupstungum.
Landhelgisgæslan Vinnuslys Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira